Íslandsmeistaralið GR 2023 á Íslandsmóti golfklúbba 21 árs og yngri drengja
Auglýsing

Golfklúbbur Reykjavíkur fagnaði í gærkvöldi sigri á Íslandsmóti golfklúbba í flokki 21 árs og yngri í drengjaflokki. 

Mótið fór fram á Svarfhólsvelli hjá Golfklúbbi Selfoss dagana 20.-22. júní. Aðstæður á lokahringnum voru krefjandi, mikil úrkoma og rok, og réðust úrslitin í síðasta leiknum seint í gærkvöld.  

Keppnin var mjög spennandi þar sem að GR sigraði Golfklúbb Akureyrar, GA, 2-1 í úrslitaleiknum. Í leiknum um bronsverðlaunin hafði Golfklúbburinn Keilir betur gegn Golfklúbbi Suðurnesja 2-1 – þar sem að úrslitin réðust í bráðabana á 19. í öðrum tvímenningsleiknum.  

Drengirnir léku höggleik á fyrsta keppnisdegi og eftir árangri í höggleiknum var liðunum raðað í riðla. Efstu liðin úr A og B riðli léku um Íslandsmeistaratitilinn, liðin í 2. sæti í A og B riðli léku um bronsverðlaunin og liðin í 3. sæti í A og B léku um 5 sætið. C og D riðlar léku svo um 8. – 13. sæti. 

Í holukeppninni var leikinn einn fjórmenningur og tveir tvímenningsleikir. Í fjórmenningsleikjunum léku tveir leikmenn saman í liði og leika þeir einum bolta og slá þeir upphafshöggin til skiptis. Í tvímenningnum er einn leikmaður úr hvoru liði sem keppa gegn hvorum öðrum í holukeppni.

Smelltu hér fyrir úrslit í höggleik pilta.

Smelltu hér fyrir myndasafn frá Selfossi. 

Golfklúbbur Akureyrar endaði í öðru sæti.
Golfklúbburinn Keilir endaði í þriðja sæti.

Staðan KVK

Sæti

Staðan KK

Umferðir KVK

Umferðir KK

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ