Íslandsmót eldri kylfinga 2023 fer fram á Kirkjubólsvelli hjá Golfklúbbi Sandgerðis dagana 13.-15. júlí 2023.
Alls eru 113 keppendur og er keppt í fjórum flokkum, 50 ára og eldri í kvenna – og karlaflokki, og 65 ára og eldri í kvenna – og karlaflokki.
Meðalforgjöf keppenda í mótinu er 9.1. Í karlaflokki er meðalforgjöfin 8 og 12 í kvennaflokki.
Alls eru 23 keppendur í kvennaflokki 50 ára og eldri, og 9 keppendur í flokki 65 ára og eldri kvenna.
Í karlaflokki eru 49 keppendur í flokki 50 ára og eldri, og 32 keppendur í flokki 65 ára og eldri.
Eins og áður segir eru keppendur alls 113 og koma þeir frá 23 mismunandi golfklúbbum víðsvegar af landinu.
Átta klúbbar eru með keppendur í kvenna – og karlaflokki.
Flestir keppendur eru úr GR eða 32 alls, Keilir er með 17 alls, GKG með 13 og Nesklúbburinn er með 10 keppendur.
Rástímar hafa verið birtir – smelltu hér:
Staða og úrslit – smelltu hér:
Smelltu hér fyrir upplýsingar um mótið:
Ljósmyndir – smelltu hér fyrir myndasafn frá mótinu
Golfklúbbur | Karlar | Konur | Samtals |
Golfklúbbur Reykjavíkur | 17 | 15 | 32 |
Golfklúbburinn Keilir | 13 | 4 | 17 |
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 7 | 6 | 13 |
Nesklúbburinn | 8 | 2 | 10 |
Golfklúbbur Suðurnesja | 4 | 2 | 6 |
Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 4 | 1 | 5 |
Golfklúbbur Sandgerðis | 4 | 0 | 4 |
Golfklúbburinn Esja | 3 | 0 | 3 |
Golfklúbburinn Setberg | 3 | 0 | 3 |
Golfklúbbur Akureyrar | 1 | 1 | 2 |
Golfklúbburinn Oddur | 1 | 1 | 2 |
Golfklúbbur Fjallabyggðar | 2 | 0 | 2 |
Golfklúbbur Húsavíkur | 2 | 0 | 2 |
Golfklúbbur Hveragerðis | 2 | 0 | 2 |
Golfklúbburinn Leynir | 2 | 0 | 2 |
Golfklúbbur Ásatúns | 1 | 0 | 1 |
Golfklúbbur Borgarness | 1 | 0 | 1 |
Golfklúbbur Brautarholts | 1 | 0 | 1 |
Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs | 1 | 0 | 1 |
Golfklúbbur Hólmavíkur | 1 | 0 | 1 |
Golfklúbbur Hornafjarðar | 1 | 0 | 1 |
Golfklúbbur Selfoss | 1 | 0 | 1 |
Golfklúbbur Vestmannaeyja | 1 | 0 | 1 |
Leikinn er 54 holu höggleikur án forgjafar á þremur dögum. Keppt er samkvæmt gildandi reglugerð um Íslandsmót í golfi í flokkum eldri kylfinga og móta- og keppendareglum GSÍ.
Rásröð:
1. hringur, fimmtudagur: Rástímar frá klukkan 07:30 – 15:30
Rásröð: Konur 65+, Konur 50+, Karlar 50+, Karlar 65+
2. hringur, föstudagur: Rástímar frá klukkan 07:30 – 15:30
Rásröð: Karlar 50+, Karlar 65+, Konur 65+, Konur 50+
3. hringur, laugardagur: Rástímar frá klukkan 07:00 – 15:00
Rásröð: Karlar 65+, Konur 65+, Konur 50+, Karlar 50+
Veitt verða verðlaun fyrir 1. – 3. sæti í öllum flokkum án forgjafar.
1. sæti: 40.000,- kr. Gjafakort Icelandair
2. sæti: 30.000,- kr. Gjafakort Icelandair
3. sæti: 15.000,- kr. Gjafakort Icelandair
Lokahóf fer fram á laugardagskvöldi á Hótel Keflavík og verða verðlaun afhent þar.
- Aðalréttur: Grilluð nautalund með stökkum kartöflum.
- Eftirréttur: Frönsk súkkulaðikaka með berjum og vanillu ís.
Mótsstjórn:
Óskar Marinó Jónsson, Lárus Óskarsson, Arnar Geirsson, Jón Kr Baldursson og Helgi Már Halldórsson
Netfang mótsstjórnar: arnar@golf.is
Dómari: Jón Kr Baldursson og Helgi Már Halldórsson
Birt með fyrirvara um breytingar.