Íslandsmót eldri kylfinga 2023 fór fram á Kirkjubólsvelli hjá Golfklúbbi Sandgerðis dagana 13.-15. júlí 2023.
Alls tóku 113 keppendur þátt og var keppt í fjórum flokkum, 50 ára og eldri í kvenna – og karlaflokki, og 65 ára og eldri í kvenna – og karlaflokki.
Leikinn var 54 holu höggleikur án forgjafar á þremur dögum.
Kvennaflokkur +50
Þórdís Geirsdóttir, GK, er Íslandsmeistari í golfi 2023 í kvennaflokki 50 ára og eldri. Þórdís sigraði með sjö högga mun en þetta var níunda árið í röð sem Þórdís fagnar þessum titli.
María Málfríður Guðnadóttir, GKG varð önnur og Líney Rut Halldórsdóttir, GR þriðja.
Meðalforgjöf keppenda í mótinu var 9.1. Í karlaflokki var meðalforgjöfin 8 og 12 í kvennaflokki.
Alls voru 23 keppendur í kvennaflokki 50 ára og eldri, og 9 keppendur í flokki 65 ára og eldri kvenna.
Í karlaflokki voru 49 keppendur í flokki 50 ára og eldri, og 32 keppendur í flokki 65 ára og eldri.
Eins og áður segir voru keppendur alls 113 og komu þeir frá 23 mismunandi golfklúbbum víðsvegar af landinu.
Átta klúbbar voru með keppendur í kvenna – og karlaflokki.
Flestir keppendur komu frá GR eða 32 alls, Keilir var með 17 alls, GKG með 13 og Nesklúbburinn var með 10 keppendur.
Staða og úrslit – smelltu hér:
Ljósmyndir – smelltu hér fyrir myndasafn frá mótinu
Golfklúbbur | Karlar | Konur | Samtals |
Golfklúbbur Reykjavíkur | 17 | 15 | 32 |
Golfklúbburinn Keilir | 13 | 4 | 17 |
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 7 | 6 | 13 |
Nesklúbburinn | 8 | 2 | 10 |
Golfklúbbur Suðurnesja | 4 | 2 | 6 |
Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 4 | 1 | 5 |
Golfklúbbur Sandgerðis | 4 | 0 | 4 |
Golfklúbburinn Esja | 3 | 0 | 3 |
Golfklúbburinn Setberg | 3 | 0 | 3 |
Golfklúbbur Akureyrar | 1 | 1 | 2 |
Golfklúbburinn Oddur | 1 | 1 | 2 |
Golfklúbbur Fjallabyggðar | 2 | 0 | 2 |
Golfklúbbur Húsavíkur | 2 | 0 | 2 |
Golfklúbbur Hveragerðis | 2 | 0 | 2 |
Golfklúbburinn Leynir | 2 | 0 | 2 |
Golfklúbbur Ásatúns | 1 | 0 | 1 |
Golfklúbbur Borgarness | 1 | 0 | 1 |
Golfklúbbur Brautarholts | 1 | 0 | 1 |
Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs | 1 | 0 | 1 |
Golfklúbbur Hólmavíkur | 1 | 0 | 1 |
Golfklúbbur Hornafjarðar | 1 | 0 | 1 |
Golfklúbbur Selfoss | 1 | 0 | 1 |
Golfklúbbur Vestmannaeyja | 1 | 0 | 1 |
–
Veitt voru verðlaun fyrir 1. – 3. sæti í öllum flokkum án forgjafar.
1. sæti: 40.000,- kr. Gjafakort Icelandair
2. sæti: 30.000,- kr. Gjafakort Icelandair
3. sæti: 15.000,- kr. Gjafakort Icelandair
Lokahóf fór fram á laugardagskvöldinu á Hótel Keflavík og afhenti Karen Sævarsdóttir, úr stjórn GSÍ, verðlaunin.