Evrópumót í liðakeppni áhugakylfinga fór fram víðsvegar um Evrópu í síðustu viku. Stúlknalið Íslands keppti á Golf Club d’Hossegor í Frakklandi dagana 11.-15. júlí.
Keppnisfyrirkomulagið var með þeim hætti að fyrstu tvo keppnisdagana var leikinn höggleikur og næstu þrjá daga þar á eftir var leikin holukeppni.
Í höggleikskeppninni töldu fimm bestu skorin hjá hverju liði í hverri umferð en sex leikmenn voru í hverju liði. Átta efstu þjóðirnar eftir höggleikinn kepptu um Evrópumeistaratitilinn í A-riðli.
Þær þjóðir sem enduðu í sætum 9-16 kepptu í B-riðli og aðrar þjóðir sem eru fyrir neðan 16. sætið kepptu í C-riðli.
Í holukeppninni voru leiknir tveir fjórmenningar (foursomes) fyrir hádegi. Í fjórmenningskeppninni leika tveir leikmenn gegn tveimur öðrum leikmönnum – og hvort lið leikur einum bolta. Eftir hádegi voru leiknir fimm tvímenningsleikir (singles) þar sem að einn leikmaður leikur gegn öðrum leikmanni.
Dagur Ebenezersson var þjálfari liðsins og Ása Dagný Gunnarsdóttir er sjúkraþjálfari liðsins.
Eftirtaldir leikmenn skipuðu stúlknalandslið Íslands:
- Berglind Erla Baldursdóttir, GM
- Eva Kristinsdóttir, GM
- Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS
- Helga Signý Pálsdóttir, GR
- Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM
- Sara Kristinsdóttir, GM
Nánari upplýsingar um mótið má nálgast hér:
Alls tóku 16 þjóðir þátt á EM stúlknalandsliða.
Lokastaðan:
1. Spánn
2. Ítalía
3. Holland
4. Svíþjóð
5. Írland
6. England
7. Danmörk
8. Frakkland
9. Belgía
10. Þýskaland
11. Tékkland
12. Sviss
13. Austurríki
14. Ísland
15. Pólland
16. Skotland
4. keppnisdagur:
Ísland mætti Póllandi á fjórða keppnisdegi og þar hafði Ísland betur í hörkuleik 3-2.
Úrslit leikjanna má sjá hér fyrir neðan.
3. keppnisdagur:
Ísland mætti liði Þýskalands í 1. umferð B-riðils. Þar hafði Þýskaland betur í öllum leikjunum og sigraði því 5-0. Á föstudaginn mætir Ísland liði Slóvakíu í 2. umferð.
2. keppnisdagur:
Ísland endaði í 16. sæti í höggleiknum á +83 samtals. Spánverjar léku best allra á -9 samtals.
1. keppnisdagur:
Ísland er í 16. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn. Liðið lék samtals á 47 höggum yfir pari og er 12 höggum á eftir Skotlandi sem er í 15. sæti. Spánn er í efsta sæti á -1 samtals, Holland í öðru sæti á pari samtals og Frakkar í því þriðja á +2 samtals.
Helga Signý Pálsdóttir lék á 77 höggum (+6 ) = 63. sæti.
Pamela Ósk Hjaltadóttir lék á 77 höggum (+6) = 63 sæti.
Sara Kristinsdóttir lék á 81 höggi (+10) = 86. sæti.
Berglind Baldursdóttir lék á 81 höggi (+10) = 86. sæti.
Eva Kristinsdóttir lék á 86 höggum (+15) = 93. sæti.
————————————————–
Fjóla Margrét Viðarsdóttir lék á 92 höggum (+21) = 95. sæti