Auglýsing

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, lék vel í höggleikskeppninni á Girls Amateur Championship sem fram fer dagana 15.-20. ágúst 2023.

Perla Sól lék samtals á 1 höggi undir pari á fyrstu tveimur keppnisdögunum og komst hún auðveldlega áfram í 64 manna úrslit keppninnar.

Alls hófu 144 leikmenn keppni, 18 ára og yngri, og voru leiknir tveir 18 holu hringir í höggleikskeppninni – og komust 64 efstu í holukeppni sem tekur við höggleikskeppninni.

Leikið er tveimur keppnisvöllum. Ganton-völlurinn er par 71 og Fulford völlurinn er par 72.

Sara Pihlajamäki frá Finnlandi mætir Perlu Sól í 1. umferð holukeppninnar – en Perla Sól endaði í 14. sæti höggleikskeppninni en Sara endaði á +6 samtals og er í 51. sæti.

Mótið á sér langa sögu en fyrst var keppt árið 1919 og á þessu móti keppa aðeins sterkustu áhugakylfingar 18 ára og yngri.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:

Perla Sól fór beint til Englands s.l. sunnudag eftir að Íslandsmótinu í golfi lauk á Urriðavelli – þar sem hún hafði titil að verja. Perla Sól endaði í 2.-4. sæti á Íslandsmótinu.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ