/

Deildu:

Auglýsing

Ragnhildur Kristinsdóttir, nýkrýndur Íslandsmeistari í golfi, er mætt til Svíþjóðar þar sem hún tekur þátt á atvinnumóti á Kungsbacka GK vellinum – sem er skammt frá Gautaborg.

Mótið, Ahlsell Nordic Golf Tour, er hluti af LET Access mótaröðinni, sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í kvennaflokki. Þetta er sjöunda mótið á tímabilinu hjá Ragnhildi.

Í færslu á fésbókarsíðu sinni sem má sjá hér fyrir neðan segir Ragnhildur að keppnisvöllurinn sé blautur eftir mikla úrkomu undanfarna daga. Að öðru leyti er keppnisvöllurinn í góðu ásigkomulagi. Ragnhildur hefur leik kl. 11:10 á 1. teig á fyrsta keppnisdegi.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:

Ragnhildur Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, náði sínum besta árangri á LET Access móti sem fram fór á Smörum golfvellinum í Danmörku dagana 31. júlí – 2. ágúst. Þar endaði hún í 22. sæti.

Ragnhildur hóf atvinnumannaferilinn í lok síðsta árs þegar hún fór í úrtökumót fyrir LET Evrópumótaröðina á Spáni. Eftir úrtökumótið var Ragnhildur með takmarkaðan keppnisrétt á LET Access mótaröðinni, sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu fyrir konur.

Á LET Access mótaröðinni fá sex efstu á stigalistanum í lok keppnistímabilsins keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni – sem er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.

Keppendur sem enda í 7.-20. sæti tryggja sér sjálfkrafa keppnisrétt á lokastigi úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina sem fram fer í lok þess árs.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ