Íslandsmót golfklúbba í 3. deild karla 2023 fór fram á Katlavelli á Húsavík dagana 18.-20. ágúst.
Leikinn var einn fjórmenningur og tveir tvímenningar í hverri umferð. Alls tóku átta klúbbar þátt.
Golfklúbbur Bolungarvíkur sigraði Golfklúbb Borgarness í úrslitaleiknum um sæti í 2. deild að ári. Golfklúbbur Húsavíkur varð í þriðja sæti. Golfklúbburinn Geysir féll í 4. deild.
Golfklúbbur Öndverðarness mætti Golfklúbbi Bolungarvíkur í undanúrslitum, og Golfklúbbur Húsavíkur mætti Golfklúbbi Borgarness í hinum undanúrslitaleiknum.
3. deild karla: Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit á Húsavík
A-riðill, lokastaða:
1. Golfklúbbur Öndverðarness, GÖ.
2. Golfklúbbur Borgarness, GB.
3. Golfklúbbur Ísafjarðar, GÍ.
4. Golfklúbburinn Geysir, GEY.
B-riðill, lokastaða:
1. Golfklúbbur Húsavíkur, GH
2. Golfklúbbur Bolungarvíkur, GBO
3. Golfklúbbur Byggðaholts, GBH
4. Golfklúbbur Hveragerðis, GHG