Íslandsmót golfklúbba 12 ára og yngri fór fram dagana 25.-27. ágúst og var leikið á þremur keppnisvöllum.
Á fyrsta keppnisdegi var leikið á Sveinkotsvelli hjá Keili, á öðrum keppnisdegi á Mýrinni hjá GKG og lokakeppnisdagurinn fór fram á Landinu hjá GR og þar var jafnframt verðlaunaafhending og lokahóf.
Á þessu Íslandsmóti er leikið eftir PGA Junior League fyrirmyndinni, sem kallast PGA krakkagolf á Íslandi. Liðin geta verið skipuð drengjum eingöngu, stúlkum eingöngu eða blönduð lið.
Leiknar voru 9 holur í hverri umferð með Texas Scramble höggleiks fyrirkomulagi, sem skiptast upp í þrjá þriggja holu leiki.
Hvíta deildin:
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, sigraði, og er því Íslandsmeistari golfklúbba 12 ára og yngri árið 2023.
1. sæti | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæar, GKG |
2. sæti | Golfklúbburinn Keilir, GK |
3. sæti | Golfklúbbur Mosfellsbæjar, GM |
4. sæti | Golfklúbbur Reykjavíkur, GR |
5. sæti | Golfklúbbur Selfoss, GOS |
6. sæti | Nesklúbburinn, NK |
Gula deildin:
1. sæti | Golfklúbbur Skagafjarðar, GSS |
2. sæti | Golfklúbbur Reykjavíkur, GR |
3. sæti | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, GKG |
4. sæti | Golfklúbburinn Keilir, GK |
Bláa deildin:
1. sæti | Golfklúbbur Mosfellsbæjar, GM |
2. sæti | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, GKG |
3. sæti | Nesklúbburinn, NK |
4. sæti | Golfklúbburinn Keilir, GK |
Rauða deildin:
1. sæti | Golfklúbbur Suðurnesja, GS |
2. sæti | Nesklúbburinn, NK |
3. sæti | Golfklúbburinn Keilir, GK |
4. sæti | Golfklúbbur Mosfellsbæjar, GM |
Græna deildin:
1. sæti | Golfklúbburinn Oddur, GO |
2. sæti | Golfklúbbur Mosfellsbæjar, GM |
3. sæti | Nesklúbburinn, NK |
4. sæti | Golfklúbbur Reykjavíkur, GR |
Gráa deildin:
1. sæti | Golfklúbbur Reykjavíkur, GR |
2. sæti | Golfklúbburinn Kópavogs og Garðabæjar, GKG |
3. sæti | Golfklúbburinn Oddur, GO |
4. sæti | Golfklúbbur Mosfellsbæjar. GM |