Íslandsmót unglinga í holukeppni 2023 fór fram á Grafarholtsvelli dagana 1. – 3. september.
Alls var keppt í fjórum aldursflokkum hjá stúlkum – og piltum. 12 ára og yngri, 13-14 ára, 15-16 ára og 17-21 árs.
Keppni hófst föstudaginn 1. september með 16 manna úrslitum, 8- manna úrslit og undanúrslit voru á dagskrá laugardaginn 2. september og úrslitaleikirnir fóru fram sunnudaginn 3. september.
Smelltu hér fyrir heildarúrslit mótsins:
Stelpur 12 ára og yngri – úrslit leikja:
Eiríka Malaika Stefánsdóttir, Golfklúbbi Mosfellsbæjar, er Íslandsmeistari í holukeppni 2023 í stelpuflokki 12 ára og yngri. Eiríka og Hanna Karen Ríkharðsdóttir, Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, léku til úrslita þar sem að Eiríka hafði betur 3/1. Elísabet Þóra Ólafsdóttir, Nesklúbbnum, varð þriðja en hún mætti Ástu Rebekku Þorsteinsdóttur, Golfklúbbi Reykjavíkur, í leiknum um þriðja sætið 4/3.
Strákar 12 ára og yngri – úrslit leikja:
Halldór Jóhannsson, Golfklúbbnum Keili, er Íslandsmeistari í holukeppni 2023 í strákaflokki 12 ára og yngri. Halldór og Ingimar Jónasson, Golfklúbbi Reykjavíkur, léku til úrslita þar sem að Halldór sigraði 270. Arnar Freyr Jóhannsson, Golfklúbbnum Keili, varð þriðji en hann sigraði Emil Mána Lúðvíksson, Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, 3/2 í leiknum um þriðja sætið.
Strákar 13-14 ára – úrslit leikja:
Arnar Daði Svavarsson, Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, er Íslandsmeistari í holukeppni 2023 í strákaflokki 13-14 ára. Arnar Daði og Arnar Heimir Gestsson, Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, léku til úrslita um titilinn þar sem að Arnar Daði hafði betur 6/5. Óliver Elí Björnsson, Golfklúbbnum Keili, varð þriðji en hann sigraði Hjalta Kristján Hjaltason, Golfklúbbi Mosfellsbæjar, 2/1 í leiknum um þriðja sætið.
Stelpur 13-14 ára – úrslit leikja:
Eva Fanney Matthíasdóttir, Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, er Íslandsmeistari í holukeppni 2023 í stelpuflokki 13-14 ára. Eva og Bryndís Eva Ágústsdóttir, Golfklúbbi Akureyrar, léku til úrslita og þar hafði Eva Fanney betur á 1. holu í bráðabana eða 19. holu,
Embla Hrönn Hallsdóttir, Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, og Lilja Maren Jónsdóttir, Golfklúbbi Akureyrar, léku um þriðja sætið og þar hafði Embla Hrönn betur 4/3.
Stúlkur 15-16 ára – úrslit leikja:
Eva Kristinsdóttir, Golfklúbbi Mosfellsbæjar, er Íslandsmeistari í holukeppni 2023 í stúlknaflokki 15-16 ára. Eva og Auður Bergrún Snorradóttir, Golfklúbbi Mosfellsbæjar, léku til úrslita þar sem að Eva hafði betur 5/4. Pamela Ósk Hjaltadóttir, Golfklúbbi Mosfellsbæjar, varð þriðja eftir 3/2 sigur gegn Fjólu Margréti Viðarsdóttur, GS í leiknum um þriðja sætið.
Drengir 15-16 ára – úrslit leikja:
Gunnar Þór Heimisson, Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, er Íslandsmeistari í holukeppni 2023 í drengjaflokki 15-16 ára. Gunnar Þór og Tryggvi Jónsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, léku til úrslita þar sem að Gunnar Þór sigraði 3/2. Snorri Hjaltason, Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar varð þriðji en Hafsteinn Thor Guðmundsson, Golfklúbbnum Hamri á Dalvík, var mótherji hans í þeim leik þar sem að Snorri hafði betur 2/1.
Piltar 17-21 árs – úrslit leikja:
Arnór Tjörvi Þórsson, Golfklúbbi Reykjavíkur, er Íslandsmeistari í holukeppni 2023 í piltaflokki 17-21 árs. Arnór Tjörvi og Dagur Fannar Ólafsson, Golfklúbbi Reykjavíkur, léku til úrslita þar sem Arnór Tjörvi sigraði 6/4. Svanberg Addi Stefánsson, Golklúbbnum Keili, varð þriðji eftir 5/4 sigur gegn Heiðari Snæ Bjarnasyni, úr Golfklúbbi Selfoss.
Stúlkur 17-21 árs – úrslit leikja:
Helga Signý Pálsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur, er Íslandsmeistari í holukeppni 2023 í stúlknaflokki 17-21 árs. Helga Signý og Ásdís Valtýsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur, léku til úrslita þar sem að Helga Signý hafði betur 1/0. Sara Kristinsdóttir, Golfklúbbi Mosfellsbæjar, varð þriðja en Elsa Maren Steinarsdóttir, Golfklúbbnum Leyni, var mótherji hennar og sigraði Sara 2/1.