Pamela Ósk Hjaltadóttir, Golfklúbbi Mosfellsbæjar, er stigameistari 2023 í flokki stúlkna 15-16 ára.
Pamela Ósk sigraði á Íslandsmótinu í höggleik, hún varð tvívegis í öðru sæti og tvívegis í þriðja sæti á þeim fimm mótum sem hún lék á.
Unglingamótaröðin 2023 – stúlkur 15-16 ára:
1. Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM 4575 stig (5 mót)
2. Auður Bergrún Snorradóttir, GM 4500 stig (5 mót)
3. Eva Kristinsdóttir, GM 4350 stig (5 mót)
4. Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS 3870 stig (5 mót)
5. Þóra Sigríður Sveinsdóttir, GR 2144 stig (5 mót)
Alls tóku 17 keppendur þátt á mótum tímabilsins í þessum aldursflokki og komu þeir frá 7 klúbbum. Nánar í töflunni hér fyrir neðan.
Klúbbur | Fjöldi | Hlutfall |
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, GKG | 5 | 29% |
Golfklúbbur Mosfellsbæjar, GM | 5 | 29% |
Golfklúbbur Reykjavíkur, GR | 2 | 12% |
Golfklúbburinn Setberg, GSE | 2 | 12% |
Golfklúbbur Suðurnesja, GS | 1 | 6% |
Golfklúbbur Selfoss, GOS | 1 | 6% |
Golfklúbburinn Leynir, GL | 1 | 6% |