Íslenska karlalandsliðið í golfi skipað leikmönnum 50 ára og eldri endaði í 13. sæti á Evrópumótinu í liðakeppni sem hófst þriðjudaginn 5. september og lauk laugardaginn 9. september.
Mótið fór fram á Royal Golf Club Mariánské Lázně í Tékklandi.
Á fyrstu tveimur keppnisdögunum var leikinn höggleikur þar sem að fimm bestu skorin töldu en alls voru sex leikmenn í hverju liði. Ísland endaði í 13. sæti eftir höggleikinn.
Á þriðja keppnisdegi var liðunum raðað upp í riðla eftir árangri í höggleiknum.
Liðin í átta efstu sætunum keppa um Evrópumeistaratitilinn í A-riðli, liðin í sætum 9-16 leika í B-riðli og liðin í 17.-23. sæti leika í C-riðli.
Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:
Alls voru 23 þjóðir sem tóku þátt.
Lokastaðan:
1. England
2. Frakkland
3. Írland
4. Ítalía
5. Svíþjóð
6. Finnland
7. Spánn
8. Þýskaland
9. Danmörk
10. Belgía
11. Sviss
12. Austurríki
13. Ísland
14. Holland
15. Noregur
16. Tékkland
17. Skotland
18. Slóvakía
19. Lúxemborg
20. Eistland
21. Portúgal
22. Slóvenía
Íslenska liðið var þannig skipað:
Frá vinstri: Halldór Sævar Birgisson, Hjalti Pálmason, Ólafur Hreinn Jóhannesson, Tryggvi Traustason, Halldór Ingólfsson og Sigurbjörn Þorgeirsson.
4. keppnisdagur :
Ísland mætti Hollendingum í leiknum um 13.-14. sætið á EM 2023. Ísland hafði betur 3-2. Úrslit leikja eru hér fyrir neðan.
3. keppnisdagur
Ísland mætti liði Tékka í 2. umferð B-riðils um sæti 9-16. Þar hafði Ísland betur, 4-1.
Ísland mætti liði Belgíu í 1. umferð í B-riðli þar sem að Belgía hafði betur 3-2.
2. keppnisdagur:
Íslenska liðið endaði í 13. sæti eftir höggleikinn og leikur í B-riðli í holukeppninni um sæti 9-16.
Hjalti Pálmason, 70 högg (-2)
Tryggvi Traustason, 75 högg (+3)
Ólafur Hreinn Jóhannesson, 80 högg (+8)
Halldór Sævar Birgisson, 80 högg (+8)
Halldór Ingólfsson, 82 (+10)
Sigurbjörn Þorgeirsson, 85 högg (+13)
1. keppnisdagur:
Íslenska liðið er í 12. sæti eftir 1. keppnisdaginn á +21 yfir pari samtals.
Sigurbjörn Þorgeirsson, 72 högg (par)
Tryggvi Traustason, 75 högg (+3)
Hjalti Pálmason, 75 högg (+3)
Halldór Ingólfsson, 76 högg (+4)
Ólafur Hreinn Jóhannesson, 82 högg (+10)
Halldór Sævar Birgisson, 85 högg (+13)