/

Deildu:

Auglýsing

Logi Sigurðsson, GS, og Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR eru stigameistarar 2023 á stigamótaröð GSÍ.

Þetta er í fyrsta sinn sem þau eru stigameistarar en fyrst var keppt um stigameistaratitla í kvenna – og karlaflokki á Íslandi árið 1989.

Logi lék á alls sex mótum á tímabilinu. Hann sigraði á Íslandsmótinu í golfi 2023 og varð í öðru sæti á Korpubikarnum. Hann varð fjórði á fyrsta móti tímabilsins í Leirunni, hann varð einnig í 6., 12. og 19. sæti á tímabilinu. Alls fengu 154 keppendur stiga á stigamótaröð GSÍ á þessu tímabili.

Perla Sól tók þátt á fjórum af alls sex mótum á tímabilinu. Hún sigraði á tveimur þeirra og þar á meðal Íslandsmótinu í holukeppni. Hún varð tvívegis í öðru sæti.

Ragnhildur Sigurðardóttir er með flesta stigameistaratitla í kvennaflokki eða alls 9. Í

karlaflokki eru Keilismennirnir Axel Bósson og Björgvin Sigurbergsson með flesta titla en Axel er með 4 stigameistaraitla líkt og Björgvin.

Lokastaðan á stigamótaröð GSÍ 2023 í karlaflokki:

1. Logi Sigurðsson, GS 3.738 stig (6 mót).
2. Kristján Þór Einarsson, GM 3.169 stig (6 mót).
3. Birgir Björn Magnússon, GK 2.745 stig (4 mót).
4. Aron Snær Júlíusson, GKG 2.469 stig (4 mót).
5. Daníel Ísak Steinarsson, GK 2.439 stig (6 mót).
6. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG 2.415 stig (4 mót).
7. Aron Emil Gunnarsson, GOS 2.209 stig (5 mót).
8. Ingi Þór Ólafson, GM 2.152 stig (6 mót).
9. Jóhannes Guðmundsson, GR 2.095 stig (6 mót)
10. Axel Bóasson, GK 1.950 stig (2 mót).

Lokastaðan á stigamótaröð GSÍ 2023 í kvennflokki:

1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR 4.390 stig (4 mót).
2. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 4.300 stig (4 mót).
3. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS 3.611 stig (6 mót).
4. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 3.221 stig (3 mót).
5. Berglind Björnsdóttir, GR 3.150 stig (6 mót).
6. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 2.214 stig (4 mót).
7. Helga Signý Sigurpálsdóttir, GR 2.007 stig (6 mót).
8. Saga Traustadóttir, GKG 1.802 stig (4 mót).
9. Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG 1.797 stig (4 mót).
10. Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM 1.539 stig (4 mót).

Stigameistarar í kvennaflokki frá upphafi:

ÁrNafnFjöldi
1989Karen Sævarsdóttir1
1990Ragnhildur Sigurðardóttir1
1991Ragnhildur Sigurðardóttir2
1992Karen Sævarsdóttir2
1993Ólöf M. Jónsdóttir1
1994Ólöf M. Jónsdóttir2
1995Ólöf M. Jónsdóttir3
1996Ólöf M. Jónsdóttir4
1997Ólöf M. Jónsdóttir5
1998Ólöf M. Jónsdóttir6
1999Ragnhildur Sigurðardóttir3
2000Herborg Arnarsdóttir1
2001Ragnhildur Sigurðardóttir4
2002Herborg Arnarsdóttir2
2003Ragnhildur Sigurðardóttir5
2004Ragnhildur Sigurðardóttir6
2005Ragnhildur Sigurðardóttir7
2006Ragnhildur Sigurðardóttir8
2007Nína Björk Geirsdóttir1
2008Ragnhildur Sigurðardóttir9
2009Signý Arnórsdóttir1
2010Valdís Þóra Jónsdóttir1
2011Signý Arnórsdóttir2
2012Signý Arnórsdóttir3
2013Signý Arnórsdóttir4
2014Karen Guðnadóttir1
2015Tinna Jóhannsdóttir1
2016Ragnhildur Kristinsdóttir1
2017Berglind Björnsdóttir1
2018Guðrún Brá Björgvinsdóttir1
2019Ragnhildur Kristinsdóttir2
2020Guðrún Brá Björgvinsdóttir2
2021Ragnhildur Kristinsdóttir3
2022Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir1
2023Perla Sól Sigurbrandsdóttir1

Stigameistarar í karlaflokki frá upphafi:

ÁrNafnFjöldi
1989Sigurjón Arnarsson1
1990Úlfar Jónsson1
1991Ragnar Ólafsson1
1992Úlfar Jónsson2
1993Þorsteinn Hallgrímsson1
1994Sigurpáll G. Sveinsson1
1995Björgvin Sigurbergsson1
1996Birgir L. Hafþórsson1
1997Björgvin Sigurbergsson2
1998Björgvin Sigurbergsson3
1999Örn Ævar Hjartarson1
2000Björgvin Sigurbergsson4
2001Guðmundur Rúnar Hallgrímsson1
2002Sigurpáll G. Sveinsson2
2003Heiðar Davíð Bragason1
2004Birgir Leifur Hafþórsson2
2005Heiðar Davíð Bragason2
2006Ólafur Már Sigurðsson1
2007Haraldur H. Heimisson1
2008Hlynur Geir Hjartarson1
2009Alfreð Brynjar Kristinsson1
2010Hlynur Geir Hjartason2
2011Stefán Már Stefánsson1
2012Hlynur Geir Hjartason3
2013Rúnar Arnórsson1
2014Kristján Þór Einarsson1
2015Axel Bóasson1
2016Axel Bóasson2
2017Vikar Jónasson1
2018Axel Bóasson3
2019Dagbjartur Sigurbrandsson1
2020Axel Bóasson4
2021Aron Snær Júlíusson1
2022Kristján Þór Einarsson2
2023Logi Sigurðsson1

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ