Axel Bóasson, GK, hefur leik á morgun á lokamóti Nordic Golf League. Axel er í góðri stöðu í 5. sæti stigalista mótaraðarinnar en fimm efstu á stigalistanum í lok keppnistímabilsins fá keppnisrétt á Challenge Tour. Þrír sigrar á þessu tímabili tryggja einnig keppnisrétt á Challenge Tour.
Nordic Golf League atvinnumótaröðinni er í þriðja efsta styrkleikaflokki atvinnumannamótaraða í Evrópu í karlaflokki. Mótaröðin hefur reynst íslenskum kylfingum vel á undanförnum árum og opnað dyr inn á Áskorendamótaröðina (Challenge Tour).
Lokamótið á Nordic Golf League, Road to Europe Final, fer fram 18.- 20. október og verður leikið á Møn golfvellinum í Danmörku. 30 efstu leikmenn á stigalistanum fá þátttökurétt í mótinu en Axel hefur leik kl. 9:28 að íslenskum tíma.
Hægt er að fylgjast með stöðunni hér.
Axel náði góði árangri á The #1 Tour Final in Golf sem fór fram á PGA Sweden National golfvellinum. Mótið fór fram dagana 11.-13. október og var næstsíðasta mót tímabilsins, en Axel hafnaði í 2. sæti (74, 72, 69). Bjarki Pétursson (GKG) tók einnig þátt og endaði jafn í 26. sæti (74, 74, 77).
Axel hefur sigrað á einu móti á tímabilinu og er hann eins og áður segir í 5. sæti á stigalistanum fyrir lokamótið. Bjarki er í 34. sæti á stigalistanum.