/

Deildu:

Kári Tryggvason og Hulda Bjarnadóttir. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Golfklúbbur Mosfellsbæjar fékk sjálfbærniverðlaun Golfsambands Íslands fyrir árið 2023.

Viðurkenning þess efnis var afhent á þingi Golfsambands Íslands sem fram fór laugardaginn 11. nóvember á Grand Hótel í Reykjavík. Þetta er í þriðja sinn sem GSÍ veitir slíkt verðlaun til golfklúbbs á Íslandi en Keilir í Hafnafirði fékk verðlaunin þegar þau voru veitt í fyrsta sinn árið 2021. Golfklúbburinn Oddur fékk verðlaunin í fyrra.

Sjálfbærniverðlaun GSÍ er verkefni sem samþykkt var með stefnu GSÍ 2020-2027 á Golfþingi árið 2019, en í stefnu GSÍ kemur fram að verðlaunin verði veitt í fyrsta sinn á Golfþingi sem haldið er í nóvember 2021.

Verðlaunin eru veitt sem viðurkenning frá GSÍ til golfklúbba sem vinna að heilindum að sjálfbærnimálum og hafa jákvæð áhrif á samfélagið með því að gæta að beinum og óbeinum umhverfis- og félagslegum áhrifum.

Sá golfklúbbur sem verðlaunin hlýtur viðurkenninguna hverju sinni fær verðlaunagrip ásamt aðgengi að merki sjálfbærniverðlaun GSÍ.

Hulda Bjarnadóttir, forseti GSÍ, afhenti verðlaunin á golfþinginu og Kári Tryggvason formaður GM tók við viðurkenningunni fyrir hönd klúbbsins.

Hulda sagði eftifarandi þegar viðurkenningin var ahent.

„Golfklúbbur Mosfellsbæjar hlaut nýlega sjálfbærnivottun GEO, en í henni felst úttekt á fjölmörgum þáttum í starfi golfklúbbs, m.a. umhverfislegum og samfélagslegum.

Hlíðavöllur er í dag eitt besta dæmi okkar um blandað, fjölnota útivistarsvæði með golfvöll í aðalhlutverki. Þetta á sérstaklega við um yngri hluta vallarins, á Blikastaðanesi, en strandlengjan þar var friðuð fyrir ári í samstarfi Umhverfisstofnunar, Reykjavíkurborgar og Mosfellsbæjar. Það hefði líklega aldrei orðið ef GM hefði ekki haft frumkvæði að verndun svæðisins gagnvart byggðaáformum sem uppi voru fyrir 20 árum, með mótun landnýtingartillögu með hestamannafélaginu í bænum og stangveiðifólki.

Þá rekur félagið öflugt starf fyrir yngri og eldri kylfinga, með tilheyrandi ávinningi á vettvangi íþrótta- og æskulýðsstarfs og lýðheilsu.“

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ