Site icon Golfsamband Íslands

Á fimmta tug dómara mættu á endurmenntunarnámskeið

Nýju golfreglurnar sem tóku gildi um áramótin fela í sér víðtækar breytingar frá fyrri reglum. Auk þess sem kylfingar þurfa að kynna sér þessar breytingar þurfa golfdómarar auðvitað að tileinka sér nýju reglurnar.

Um s.l. helgi var haldið fyrra endurmenntunarnámskeið golfdómara. Á fimmta tug dómara tók þátt í námskeiðinu sem stóð frá kl. 9 – 15 laugardaginn 2. febrúar.

Síðar í vetur munu svo allir dómarar þreyta próf til að staðfesta þekkingu sína á nýju reglunum og endurnýja réttindi sín.

Síðara endurmenntunarnámskeið golfdómara verður haldið laugardaginn 2. mars kl. og eru þeir dómarar sem ekki höfðu tök á að mæta síðasta laugardag hvattir til að skrá sig á námskeiðið.

domaranefnd@golf.is

 

Exit mobile version