Sigurður Bjarki Blumenstein í viðtali sem birtist í tímaritinu golf.is sem kom út í júlí.
Sigurður Bjarki Blumenstein á ekki langt að sækja golfhæfileikana. Faðir hans, Skagamaðurinn Willy Blumenstein, er hörkukylfingur og margfaldur Akranesmeistari.
Sigurður Bjarki hefur náð fínum árangri á undanförnum misserum og leikið með yngri landsliðum Íslands. Hann stefnir hátt og á sér stóra drauma.
Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi?
„Pabbi dró mig út á völl þegar ég var lítill og þannig byrjaði þetta bara.“
Hvað er skemmtilegast við golfið?
„Að horfa á eftir löngu pútti fara ofan í holuna.“
Framtíðardraumarnir í golfinu?
„Spila á PGA-mótaröðinni.“
Hver er styrkleikinn þinn í golfi?
„Er frekar stöðugur og það er minn styrkleiki.“
Hvað þarftu að laga í þínum leik?
„Lengdarstjórnun í púttunum.“
Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi?
„Þegar ég vann pabba í fyrsta skipti.“
Hvert er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér?
„Var einu sinni kylfuberi fyrir snillinginn Andra Þór Björnsson þegar ég var lítill og ég ákvað að byrja að raka einhverja glompu upp úr þurru. Það mátti ekki og ég var næstum því búinn að gefa honum víti. Hef sjaldan verið jafn vandræðalegur.“
Draumaráshópurinn?
„Tiger Woods, Cameron Champ og Aron Snær Júlíusson.“
Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna?
„Garðavöllur á Akranesi, krefjandi og skemmtilegur keppnisvöllur. Ekki skemmir góða veðrið á Skaganum heldur.“
Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna?
„Fjórtánda brautin á Akranesi, líður alltaf svo vel á henni. Átjánda brautin á Korpu, spila hana alltaf svo vel. Fyrsta brautin á Brautarholti er ekkert eðlilega falleg hola.“
Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf?
„Hef gaman af að spila körfubolta og borðtennis.“
Í hvaða skóla og bekk ertu?
„Er í Verzló á leiðinni í 3. bekk.“
Staðreyndir:
Nafn: Sigurður Bjarki Blumenstein.
Aldur: 17.
Forgjöf: -2,1.
Klúbbur: GR.
Uppáhaldsmatur: Dominos.
Uppáhaldsdrykkur: Nocco.
Uppáhaldskylfa: Pútterinn.
Ég hlusta á: Hip Hop.
Besta skor í golfi: 67.
Besta vefsíðan:shotstohole.com.
Besta blaðið: Golf á Íslandi.
Dræver: Titleist TP2.
Brautartré: Titleist TP2.
Blendingur: Ping i20.
Járn: Titleist AP2 716.
Fleygjárn: Titleist Vokey SM7.
Pútter: Scotty Cameron Futura 5.5M.
Hanski: Titleist.
Skór: FJ.
Golfpoki: Titleist.
Kerra: Clicgear.