Aðalfundur LEK, Landsamtök eldri kylfinga, 2020 fer fram fimmtudaginn 10. desember 2020 kl. 19:30. Fundurinn verður sendur út með ZOOM fjarfundabúnaði.
Nálgast má slóðina á Fésbókarsíðu LEK frá kl. 17:00 sama dag.
Smelltu á myndina til að komast á fésbókarsíðu LEK

Dagskrá aðalfundar. 
- Fundur settur
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Aðalfundastörf samkvæmt 14. grein laga LEK
- Skýrsla formanns.
- Kynning á endurskoðuðum ársreikningi félagsins.
- Umræður um skýrslu formanns og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar.
- Umræður og atkvæðagreiðsla framkominna tillagna ef einhverjar eru.
- Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga.
- Formaður kynnir drög að fyrirhugaðri starfsemi næsta árs ásamt drögum að fjárhagsáætlun.
- Ákveðin gjöld fyrir næsta starfsár, ef einhver eru.
- Kosning stjórnar og varamanna í stjórn.
- Kosning endurskoðanda og eins til vara.
- Önnur málefni ef einhver eru.
- Fundi slitið