Golfsamband Íslands

Aðalfundur LEK fer fram 10. desember í gegnum Zoom fjarfundarbúnað

Aðalfundur LEK, Landsamtök eldri kylfinga, 2020 fer fram fimmtudaginn 10. desember 2020 kl. 19:30. Fundurinn verður sendur út með ZOOM fjarfundabúnaði. 

Nálgast má slóðina á Fésbókarsíðu LEK frá kl. 17:00 sama dag.

Smelltu á myndina til að komast á fésbókarsíðu LEK

Dagskrá aðalfundar.

  1. Fundur settur
  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  3. Aðalfundastörf samkvæmt 14. grein laga LEK
    1. Skýrsla formanns. 
    2. Kynning á endurskoðuðum ársreikningi félagsins. 
    3. Umræður um skýrslu formanns og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar. 
    4. Umræður og atkvæðagreiðsla framkominna tillagna ef einhverjar eru. 
    5. Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga. 
    6. Formaður kynnir drög að fyrirhugaðri starfsemi næsta árs ásamt drögum að fjárhagsáætlun. 
    7. Ákveðin gjöld fyrir næsta starfsár, ef einhver eru. 
    8. Kosning stjórnar og varamanna í stjórn. 
    9. Kosning endurskoðanda og eins til vara. 
    10. Önnur málefni ef einhver eru. 
  4. Fundi slitið
Exit mobile version