/

Deildu:

Auglýsing

Aðalfundur LEK, Landsamtaka eldri kylfinga var haldinn þriðjudaginn 12. desember 2018.

Meðfylgjandi er skjal með helstu atriðum úr skýrslu stjórnar ásamt reikningum félagsins og öðrum upplýsingum um starfsárið. Skýrsluna má lesa með því að smella á myndin hér fyrir neðan.

Á Golfþingi 24,-25. nóvember var samþykkt tillaga um að beina því til Golfsambands Íslands að stofnuð yrði nefnd, Landsnefnd eldri kylfinga, sem verði starfsnefnd innan stjórnar GSÍ.

Gert er ráð fyrir að stjórn fastanefndar GSÍ/LEK mun verða skipuð þeim aðilum sem veljast til stjórnarstarfa hjá LEK , en formaður LEK verður einn af stjórnarmönnum GSÍ.

Á aðalfundinum var samþykkt tillaga stjórnar að starfsemi LEK verði flutt yfir til fastanefndar GSÍ sem stofnuð var á nýliðnu ársþingi GSÍ undir nafninu Landsnefnd eldri kylfinga LEK. LEK mun áfram verða skráð sem samtök með stjórn sem kosin er á aðalfundi þar til annað verði ákveðið.

Frá vinstri: Gunnar, Anna Snædís, Elín, Jón B., Sigurjón, Magdalena og Baldur. 

Stjórn LEK á næsta starfsári skipa Jón B. Stefánsson formaður, í aðalstjórn eru Baldur Gíslason, Elín Sveinsdóttir, Gunnar Árnason og Magdalena Sirrý Þórisdóttir Í varastjórn Anna Snædís Sigmarsdóttir og Sigurjón Árni Ólafsson.

Sigurvegarar Öldungamótaraðarinnar
Stigahæstu kylfingarnir á Öldungamótaröðinni með og án forgjafar fengu afhenda bikara á aðalfundinum í gær.

Þórdís og Frans stigameistarar án forgafar 2017: 

Stigahæst kvenna án forgjafar var Þórdís Geirsdóttir með 10452,5 stig og í karlaflokki Frans Páll Sigurðsson með 8957,5 stig.

Rut og Frans stigameistarar með forgjöf 2017: 

Í kvennaflokki með forgjöf var efst Rut Marsibil Héðinsdóttir með 7486,3 stig og í flokki karla Frans Páll Sigurðsson með 5343,1 stig.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ