Site icon Golfsamband Íslands

Aðalfundur PGA á Íslandi fer fram laugardaginn 13. mars 2021

Mynd/PGA

PGA á Íslandi.

Aðalfundur PGA á Íslandi fer fram laugardaginn 13. mars í íþróttamiðstöð GKG. Dagskráin hefst kl. 14:00 en aðalfundurinn byrjar kl. 15:30. 

Dagskráin verður eftirfarandi: 

14:00 – 15:15   Fyrirlestur og umræður Ábyrgð þjálfara gagnvart iðkenda (Dr. Ingi Þór Einarsson). 

15:15 – 15:30   Kaffihlé 

15:30 – 17:00   Aðalfundur og önnur mál  

Að loknum aðalfundi tekur við 18 holu golfmót, púttkeppni og kvöldverður.

Skráningarfrestur er til 12:00 á fimmtudag – nánari upplýsingar gefa Ólafur Björn Loftsson framkvæmdastjóri PGA á Íslandi og Birgir Leifur Hafþórsson, formaður PGA á Íslandi.

Lögbundin dagskrá aðalfundarins:

1.     Kosning fundarstjóra og fundarritara

2.     Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á árinu

3.     Umræður um skýrslu stjórnar

4.     Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins

5.     Umræður og atkvæðagreiðsla um reikninga félagsins

6.     Lagabreytingar lagðar fram, umræður og atkvæðagreiðsla

7.     Stjórnarkosning*

8.     Kosning skoðunarmanna

9.     Kosning í þriggja manna matsnefnd (kjörgengi hafa þeir sem uppfylla skilyrði 3. gr. a eða b liðar)

10.   Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár ásamt tillögu stjórnar um félagsgjöld komandi starfsárs.

11.   Önnur mál

Exit mobile version