Golfklúbbur Hellu, GHR, býður nýja félaga velkomna á árinu 2016. GHR hefur fjórum sinnum haldið Íslandsmótið í golfi á Strandarvelli sem er í rúmlega klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík. Af vellinum er góð fjallsýn og ber þar helst að nefna eldfjöllin Heklu, Tindfjallajökul, Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul.
GHR er með ýmsa valkosti hvað félagsaðildina varðar og 15 ára yngri greiða engin gjöld í klúbbinn. Á heimasíðu GHR er bent á að engir biðlistar séu til staðar og allir sem óski eftir því komist að.
Árgjöld GHR fyrir árið 2016 eru eftirfarandi:
0 -15 ára (fæð.ár. 2001-2016) Frítt
16-19 ára (fæð.ár. 1997-2000) 32,000 kr.
Einstaklingsgjald 20-66 ára: 57.000 kr.
Hjónagjald 20-66 ára: 85,500 kr.
Einstaklingsgjald +67 ára: 38.000 kr.
Hjónagjald +67 ára: 63.000 kr.
Hjónagjald -67 + +67 ára: 74.000 kr.

Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu ghr.is


