/

Deildu:

Auglýsing

Vel var mætt á formannafund GSÍ þann 9. nóvember síðastliðinn í Laugardalshöll og var fundurinn því afar vel heppnaður. Að loknum hefðbundnum fundarstörfum, þar sem farið var yfir skýrslu stjórnar og ársreikning síðasta árs, tóku við erindi og pallborðsumræður um nokkur mikilvæg mál sem snerta golfhreyfinguna alla. 

Arnar Geirsson, skrifstofustjóri GSÍ, fjallaði í sínu erindi um stafræna framtíð golfs á Íslandi en fór jafnframt yfir þróun golfhreyfingarinnar í tölum. 

Ragnar Baldursson, formaður afreksnefndar GSÍ, fjallaði m.a. um „íslensku leiðina“, sem er samstarfsverkefni golfhreyfingarinnar um teymi í kringum efnilegustu og bestu leikmennina. Teyminu er ætlað að styðja við þá þætti sem hægt er að bæta meira og hraðar en í því umhverfi sem kylfingurinn er að vinna í nú þegar. 

Karen Sævarsdóttir, formaður mótanefndar GSÍ, fjallaði um mótahald á yfirstandandi ári, en fór einnig yfir afar spennandi mótaskrá fyrir næsta ár. Pallborðsumræður að loknu hverju erindi voru líflegar og afar gagnlegar. 

Formaður Keilis tók við Íslandsmótsfánanum, þar sem Íslandsmótið 2025 verður haldið á Hvaleyrarvelli. Keilir hlaut einnig sjálfbærniverðlaun GSÍ, Gísli Páll Björnsson hjá Golfklúbbi Hornafjarðar fékk viðurkenningu sem sjálfboðaliði ársins og Hafnarfjarðarbæ var afhent sérstakt heiðursskjal fyrir framúrskarandi stuðning við golfhreyfinguna.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ