Auglýsing

Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari hefur valið þá kylfinga sem skipa munu afrekshóp og framtíðarhóp GSÍ á næsta ári. Nokkur áherslumunur er í verkefnum afrekshóps og framtíðarhóps, sérstaklega hvað varðar fjölda æfinga sem boðið verður upp á.  Eins og gengur og gerist þá falla einhverjir kylfingar úr hópnum milli ára, vegna árangurs og/eða viðmiða afreksstefnunnar.

„Það er mikil viðurkenning að vera valinn í afreks eða framtíðarhóp GSÍ . Með því að samþykkja boð í afrekshóp/framtíðarhóp GSÍ þá samþykkir kylfingurinn þau viðmið sem við setjum varðandi fulla ástundun og einbeitingu, og metnað til að nálgast markmið afreksstefnunnar að komast í mótaröð þeirra bestu.

Seinasta tímabil var að mörgu leiti mjög gott, margir kylfingar náðu góðum árangri hér heima og erlendis og sýndu miklar framfarir. Nokkrir hlutir eru líka eftirminnilegir, t.d. gott hugarfar flestra í mótunum hér heima. Lögð var sérstök áhersla á að sýna jákvæðni og baráttuanda þegar aðstæður væru krefjandi, eins og við glímum stundum við í mótunum hér heima.  Mér fannst áberandi hvað mörg náðu að tileinka sér þetta í sumar. Einnig var gaman að sjá hversu margir kylfingar tóku þátt í mótum erlendis á eigin vegum, en styrkveitingar GSÍ til alþjóðlegrar keppnisþátttöku stór jukust milli ára. Þetta sýnir að það er mikill metnaður og margir sem sýna í verki með þessum hætti vinnu í átt að stóra markmiðinu, að komast í mótaröð þeirra bestu.

Fyrir kylfinga hér heima skiptir veturinn okkur gríðarlega miklu máli til að koma sem best undirbúin fyrir keppnistímabilið. Grunnurinn að velgengni er alltaf vinnusemin, þ.e. tíminn sem lagður er í líkamsþjálfun, golfæfingar, hugarþjálfun ofl. Viðmið okkar eru 20 tímar á viku lágmark í þessar æfingar. Mikilvægt er að vinna vel, þeim mun betri sem einbeitingin er, þeim mun betri verður árangurinn.“ sagði Úlfar

Búið er að ákveða að taka þátt hefðbundnum verkefnum næsta sumar, s.s.  EM pilta og EM kvenna og undankeppni EM karla, sem og EM einstaklinga karla. Þá verður sendir keppendur á European Young Masters og Duke of York, auk þess sem kylfingar úr afrekshópi GSÍ eru styrktir til þátttöku í mót á erlendum vettvangi.

Hér má finna afreksstefnu GSÍ,

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ