Okkar fremstu kylfingar leggja hart að sér við æfingar þó snjór þekji alla golfvelli landsins enda styttist í keppnistímabilið. Um helgina tóku 40 kylfingar úr afreks- og framtíðarhópum GSÍ tóku þátt í golfæfingum og þolprófum í Kórnum. Umdanfarnar vikur hafa kylfingarnir farið í líkamsmælingar hjá Gauta Grétarssyni sjúkraþjálfara þar sem styrkur, liðleiki og jafnvægi er sérstaklega skoðað og metið. Dr. Viðar Halldórsson var með afar fróðlegan og gagnlegan fyrirlestur fyrir kylfingana og aðstandendur um hugarþjálfun. Hugarþjálfun er vanmetin þáttur í þjálfun og fengu allir gagnleg ráð og verkefni í hendurnar til að vinna með í vetur.
/
- Pistlahöfundur: Sigurður Elvar
Deildu:
Deildu:
92 nýir héraðsdómarar í golfi
09.03.2025
Golfreglur
Ráðstefna SÍGÍ
04.03.2025
Golfvellir
GSÍ leitar að markaðsstjóra
24.02.2025
Fréttir