Afrekshópur GSÍ æfðu saman um s.l. helgi og voru þetta seinustu formlegu æfingabúðir GSÍ á þessu undirbúningstímabili. Hópurinn lék 18 holur á Strandarvelli hjá Golfklúbbi Hellu. Alls léku 35 kylfingar á þessum æfingahring og var hópnum skipt upp í tvö lið sem kepptu sín á milli.
Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari, segir að ágætis veður var á Hellu en vissulega hafi verið svalt. Völlurinn lofar góðu fyrir sumarið og þetta var fínn aukaundirbúningur fyrir fyrsta móitð á Eimskipsmótaröðinni sem fer fram þar.
Við þökkum GHR kærlega fyrir góðar móttökur og að lána okkur rástíma fyrir hópinn. Úlfar vildi einnig koma á framfæri þökkum til Sportshússins og Önnu Rós sem buðu hópnum í Anti gravity jóga.
Listi yfir þá sem eru í afrekshóp GSÍ:

