Hluti af meistaraflokki GKG er núna í æfingabúðum í Orlando í Flórída og æfir þar við frábærar aðstæður. Þessi ferð er að reynast hið besta ævintýri en við æfingar sínar á Keene´s Point vellinum rakst hópurinn á PGA Tour stjörnuna Hideki Matsuyama frá Japan, sem var mættur á æfingasvæðið daginn eftir góðan árangur á Northern Trust mótinu í Los Angeles.
Frá þessu er greint á vef GKG.
