Nú er lokið fyrstu fjórum mótum í Öldungamótaröðinni. Mikil þátttaka hefur verið í öllum mótunum og eins og vera ber fjölgar í okkar röðum og hafa margir nýir kylfingar bæst í hópinn frá því fyrra.
Veðrið hefur leikið við okkur á þessum mótum og hafa klúbbarnir staðið vel að allri umgjörð og skipulagningu. Almennt þurfa kylfingar á Öldungamótaröðinni að bæta leikhraða.
Sjá má öll úrslit í einstökum mótum á FB-síðu LEK og einnig á golf.is undir mótaskrá LEK.
https://www.facebook.com/groups/269480670140727/?ref=bookmarks
ÖLDUNGAMÓTARÖÐIN
Hér er staðan í stigakeppni Öldungamótaraðarinnar eftir fjögur mót, þrír efstu í karla og kvenna flokki með og án forgjafar: Stig eru reiknuð samkvæmt stigatöflu GSÍ og fá 30 efstu í hverju móti stig.
Konur án forgjafar:
1. Þórdís Geirsdóttir 4.200,0 stig
2. Anna Jódís Sigurbergsdóttir 4.102,5 stig
3. María Málfríður Guðnadóttir 4.050,0 stig
Konur með forgjöf:
1. María Málfríður Guðnadóttir 4.005,0 stig
2. Þórdís Geirsdóttir 3.641,3 stig
3. Ásgerður Sverrisdóttir 3.423,8 stig
Karlar án forgjafar:
1. Tryggvi Valtýr Traustason 4905,0 stig
2. Sigurður Aðalsteinsson 2643,8 stig
3. Ásgeir Jón Guðbjartsson 2196,7 stig
Karlar með forgjöf:
1. Sigurður Ásgeirsson 2.055,9 stig
2. Jón Alfreðsson 2.025,0 stig
3. Jón Kristbjörn Jónsson 1.927,5 stig
https://drive.google.com/open?id=1kPZwuyqcsuL4B-nfuDgqIKe_UqZbZIJY
LANDSLIÐIN
Eins og venjulega er keppnin hörð um sæti í landsliðum eldri kylfinga. Í flokki 50+ bæði karla og kvenna er einungis keppt án forgjafar. Hér er staða 6 efstu í hverjum aldursflokki.
Konur 50+ án forgjafar:
- Þórdís Geirsdóttir 4500,0 stig
- María Málfríður Guðnadóttir 4200,0 stig
- Ásgerður Sverrisdóttir 3712,5 stig
- Anna Snædís Sigmarsdóttir 3540,0 stig
- Ragnheiður Sigurðardóttir 3217,5 stig
- Kristín Sigurbergsdóttir 2962,5 stig
Karlar 50+ án forgjafar:
- Tryggvi Valtýr Traustason 5205,0 stig
- Sigurður Aðalsteinsson 2722,5 stig
- Gauti Grétarsson 2441,3 stig
- Ásgeir Jón Guðbjartsson 2310,5 stig
- Guðmundur Arason 2272,5 stig
- Jón Gunnar Traustason 2257,5 stig
Karlar 55+ án forgjafar:
- Tryggvi Valtýr Traustason 5332,5
- Sigurður Aðalsteinsson 3060,0
- Gauti Grétarsson 2900,0
- Hörður Sigurðsson 2525,0
- Gunnar Páll Þórisson 2523,8
- Björgvin Þorsteinsson 2452,5
Karlar 55+ með forgjöf:
- Tryggvi Valtýr Traustason 2976,8
- Sigurður Aðalsteinsson 2347,5
- Kolbeinn Kristinsson 2203,2
- Eggert Eggertsson 2182,5
- Gunnar Árnason 2086,9
- Hörður Sigurðsson 2050,6
Karlar 70+ án forgjafar:
Í landslið karla 70+ eru valdir þrír efstu úr hvorum flokki.
- Jón Alfreðsson 4582,5
- Þorsteinn Geirharðsson 3723,8
- Jónatan Ólafsson 3502,5
- Þórhallur Sigurðsson 3165,0
- Jóhann Reynisson 3142,5
- Gunnsteinn Skúlason 2763,8
Karlar 70+ með forgjöf:
- Jón Alfreðsson 4335,0
- Óli Viðar Thorstensen 3131,3
- Magnús Hjörleifsson 3112,5
- Þórhallur Sigurðsson 3090,0
- Jónatan Ólafsson 2752,5
- Gunnsteinn Skúlason 2737,5
https://drive.google.com/open?id=1MqVRKOXTEhnOC26kqe8fGyllqd-Z3IT2
Á NÆSTUNNI
Næsta mót í Öldungamótaröðinni, mót númer 5, er Íslandsmót eldri kylfinga. Það er þriggja daga mót sem telur sem eitt en sigur í því gefur 2000 stig í stað 1500 stiga í öðrum mótum mótaraðarinnar.
Þar á eftir er mót nr. 6 á Hlíðavelli í Mosfellsbæ 11. Ágúst og síðasta móti er á Grafarholtsvelli 25. ágúst.
Nú á næstunni verða Landslið eldri kylfinga á faraldsfæti. Fyrstir eru karlar 70+.
23.-28. júní Evrópumót karla 70+ í Bastad í Svíþjóð
9.-12. júlí Marisa Sgaravatti Tropy í Binowa Park Golf Club í Póllandi
30.07 – 3. ágúst Evrópumót karla 55+ á Celtic Manor í Wales
3.-8. sept. EGA Evrópumót kvenna 50+ í Búlgaríu
3.-8. sept. EGA Evrópumót karla 50+ í Danmörku.
STYRKUR TIL LEK
Eins og undanfarin ár þá biðlar stjórnin til félagsmanna að styrkja starfsemi LEK. Valgreiðslukrafa verður send í heimabanka eldri kylfinga sem við náum til. Þeir sem ekki fá kröfu en vilja samt styrkja starfsemina geta lagt inn á reikning félagsins.
Banki: LB 140-26-5102, og kt. 6102973319
Með ósk um áframhaldandi gott golfsumar.
Stjórn LEK.