PGA á Íslandi í samstarfi við GSÍ stendur fyrir ráðstefnu golfklúbba á landsbyggðinni og fer hún fram í íþróttamiðstöð GKG föstudaginn 11. maí. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis.
Nánari upplýsingar og fyrirspurnir berast til Ólafs Björns Loftssonar, framkvæmdastjóra PGA, á netfangið olafur@pga.is eða í síma 691-2489.
Dagskráin er fjölbreytt og má sjá hana hér fyrir neðan.