Veturinn 2020/2021 mun STERF standa fyrir fyrirlestraröð. Fyrsti STERF- vef fyrirlesturinn verður haldinn fimmtudaginn 5. nóvember frá kl. 12:00 til 14:00 að íslenskum tíma.
Í meðfylgjandi skjali eru upplýsingar um fyrirlesturinn og er hann hluti af verkefninu „Frá þykkum sverði yfir í lífræðilega fjölbreyttan karga“ eða “From dense swards to biodiverse roughs”. Verkefnið er fjármagnað af STERF og er hefur verið í gangi frá því árið 2017.
Upplýsingar um fyrirlesturinn má einnig finna á heimasíðu STERF
STERF er skammstöfun fyrir Scandinavian Turfgrass and Environment Research Foundation, en sjóðurinn er samstarfsverkefni allra golfsambanda og ýmissa yfirvalda á Norðurlöndum og hefur þann tilgang að sameina og efla rannsóknastarf í þágu golfvalla og umhverfis.
Hver skráður félagi í golfklúbbi innan GSÍ greiðir um 60 krónur í sjóðinn á ári, en meginmarkmið hans er að styðja við rannsóknir sem nýtast golfhreyfingunni á Norðurlöndum og senda frá sér niðurstöður á hagnýtu formi.
Einnig vill STERF stuðla að virku samtali við yfirvöld og samfélag til að þróa og sýna fram á trúverðugleika og ábyrga umgengni golfhreyfingarinnar um náttúru og menningarverðmæti.
Á heimasíðu störf er hægt að nálgast mikinn fróðleik og er þar gott greinasafn á íslensku sem tekur á vetrarskaða.
Fyrir hönd STERF
Einar Gestur Jónasson


