Alls verða níu mót á Öldungamótaröð LEK 2017

Myndin er frá Öldungamótaröðinni 2015 í Vestmannaeyjum.

Ágætu eldri kylfingar. Nú styttist í golfsumarið. Stjórn LEK er að leggja lokahönd á mótaskrána sem verður metnaðarfull eins og endrarnær. Alls verða 9 stigamót á Öldungamótaröðinni sem geta talið til landsliðssæta en skorið úr 6 bestu mótunum telja.

Alls verður keppt um sæti í 6 landsliðum eldri kylfinga karla og kvenna. Öll mótin á Öldungamótaröðinni eru jafnframt punktakeppni og opin öllum eldri kylfingum.

Íslandsmót eldri kylfinga verður á Akureyri 14. – 16. júlí. Stemming og skemmtilegheit hafa einkennt Öldungamótaröðina undanfarin ár og vill stjórninn hvetja alla „öldunga“ til að vera með.

(Visited 1,164 times, 1 visits today)