Auglýsing

– Heiðrún Anna Hlynsdóttir óttast mest að fá golfkúlu í sig

Heiðrún Anna Hlynsdóttir er einn af fjölmörgum efnilegum kylfingum sem eru í röðum Golfklúbbs Selfoss. Heiðrún stefnir hátt í golfinu enda eru margar fyrirmyndir til staðar í íslensku golfi. Hún á ekki langt að sækja hæfileikana því faðir hennar hefur verið í fremstu röð kylfinga í mörg ár.

Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi?
„Ég byrjaði að vera í golfi með pabba þegar ég var yngri og ég hef haldið áfram síðan því að mér finnst það ótrúlega gaman.“

Hvað er skemmtilegast við golfið?
„Að kynnast mörgu nýju fólki, einnig þegar þú nærð markmiðum þínum og það gengur vel. Hver hringur eða hvert högg er mismunandi þannig það eru alltaf nýjar áskoranir til að takast á við.“  

Framtíðardraumarnir í golfinu?
„Komast á háskólastyrk í Bandaríkjunum og sjá svo hvað gerist í framhaldinu. Það væri geggjað að komast á LPGA-mótaröðina.“

Hver er styrkleikinn þinn í golfi?
„Stutta spilið og pútt.“

Hvað þarftu að laga í þínum leik?
„Járnahögg og bæta högglengd.“

Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi?
„Íslandsmeistari á Íslandsmóti golfklúbba 18 ára og yngri stúlkna árið 2015. Það var geggjað og kom okkur öllum held ég mjög á óvart þar sem við vorum bara 4 í liðinu og þurftum allar að spila alla leiki.“ 


Hvert er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér?
„Ég sló einu sinni í sjálfa mig á móti.“

Draumaráshópurinn?
„Lexi Thompson, Brooke Henderson og vinkona mín Alexandra.“ 


Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna?
„Novo Sancti Petri á Spáni, ótrúlega skemmtilegur og krefjandi völlur.“

Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna?

„4.holan á Svarfhólsvelli, 6.holan á a-velli á Novo Sancti Petri og 18. holan á Akureyri. Allt mjög krefjandi, fallegar og skemmtilegar holur.“

Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf?

„Líkamsræktin, námið og skólinn, allt saman skemmtilegt.“

Í hvaða skóla og bekk ertu?

„Á öðru ári í Fjölbrautaskóla Suðurlands.“

Staðreyndir:

Nafn
: Heiðrún Anna Hlynsdóttir.
Aldur: 
17 ára.
Forgjöf: 6,1.
Uppáhaldsmatur: Indverskur.
Uppáhaldsdrykkur: Vatn.
Uppáhaldskylfa: Pútterinn.
Ég hlusta á: Alls konar tónlist.
Rory Mcllroy eða Tiger Woods? Rory Mcllroy.
Besta skor í golfi: 74.
Besta vefsíðan:
 golf.is.
Besta blaðið:
 Golf á Íslandi
Hvað óttast þú mest í golfinu:
 Að fá kúlu í mig.

Dræver: Ping G400.
Brautartré: Ping G.
Blendingur: Ping G30.
Járn: Ping G, 5-W.
Fleygjárn: Ping glide, 58° og 54°.
Pútter: Ping Oslo Vault.
Hanski: Nota yfirleitt ekki hanska, annars FJ.
Skór: Footjoy.
Golfpoki: Ping 4 series.
Kerra: Sun Mountain.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ