Andrea Bergsdóttir, sigraði á Collegiate Invitational háskólamótinu sem fram fór dagana 2.-3. febrúar. Mótið var sterkt þar sem að 12 háskóla tóku þátt. Keppt var á Guadalajara Country Club í samnefndri borg í Mexíkó. Keppendur léku af teigum sem voru um 5.800 metrar.
Íslenska landsliðskonan leikur með Colorado State háskólaliðinu og er þetta fyrsti sigur hennar á háskólamóti. Andrea lék hringina þrjá á 212 höggum eða 4 höggum undir pari vallar (71-70-71).
Mótið var mjög eftirminnilegt fyrir Andreu þar sem hún fór einnig holu í höggi – á 15. braut vallarins á 2. keppnishring.
Andrea hefur leikið með íslenska A-landsliðinu á undanförnum misserum. Hún ólst upp í Svíþjóð þar sem að fjölskylda hennar búsett. Andrea keppir Hills golfklúbbinn í Svíþjóð – en hér á landi hefur hún leikið undir merkjum GKG.
Í liðakeppninni endaði Colorado State liðið í 5. sæt af alls 12 liðum. Lokastöðuna má sjá hér fyrir neðan. Lið Colorado er í 44. sæti á styrkleikalistanum hjá kvennaliðum í bandarísku háskóladeildinni, NCAA.