Andrea ráðin framkvæmdastjóri Golfklúbbs Suðurnesja

Stjórn Golfklúbbs Suðurnesja hefur ráðið Andreu Ásgrímsdóttur til að taka við starfi framkvæmdastjóra en Gunnar Þór Jóhannsson mun láta af störfum í lok febrúar. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu GS:

Andrea er menntaður PGA-golfkennari, er með B.Sc. viðskiptafræðigráðu ásamt meistaragráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum.

Þá hefur hún góða starfsreynslu sem mun klárlega nýtast í starfi, var mótastjóri GSÍ og framkvæmdastjóri PGA á Íslandi auk þess að hafa kennt golf í Frakklandi og á Íslandi, bæði sem aðal- og aukastarf.

Andrea er búsett í Reykjanesbæ ásamt fjölskyldu sinni.

Nánar á vef GS: 

(Visited 461 times, 1 visits today)