Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ, Andrea Ásgrímsdóttir og Hlynur Geir Hjartarson formaður PGA á Íslandi. Myn/seth@golf.is
Auglýsing

[dropcap type=“1″]G[/dropcap]olfsamband Íslands og PGA á Íslandi hafa ráðið Andreu Ásgrímsdóttur til starfa. Andrea verður mótastjóri GSÍ, framkvæmdastjóri PGA á Íslandi og skólastjóri golfkennaraskóla PGA. Andrea mun sjá um daglegan rekstur PGA á Íslandi og PGA skólans, samhliða starfi mótastjóra GSÍ.

„Við erum gríðalega ánægð með þessa ráðningu og aukið samstarf við GSÍ. PGA á Íslandi ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Helstu verkefni á þessu ári er „PGA junior golf“ sem fer af stað í júní, stelpugolfdagurinn sem hefur slegið í gegn síðustu árin, endurmenntun golfkennara og halda úti metnaðarfullum PGA golfkennaraskóla með hæstu viðurkenningu frá PGA Europe. Andrea hefur mikla reynslu úr golfíþróttinni, hún er menntaður PGA kennari og það er mikilvægur þáttur í því að leiða öll þessi verkefni. Ég vil fyrir hönd PGA á Íslandi þakka Agnari Jónssyni, fyrir frábært starf á undanförnum árum sem framkvæmdastjóri PGA á Íslandi. Með hans aðstoð og fjölda annarra náðist að lyfta starfi PGA á Íslandi á hærri stall,“ sagði Hlynur Geir Hjartarson formaður PGA á Íslandi en töluverðar breytingar eru fyrirhugaðar á dagskrá golfkennaraskólans fyrir næsta árgang golfkennaranema í janúar árið 2017.

[pull_quote_right]Andrea tekur við nýju starfi sem mótastjóri GSÍ. Í starfinu felst að hafa umsjón með öllum GSÍ mótum og vera klúbbum, keppendum og samstarfsaðilum innan handar við mótahald og skipulagningu.[/pull_quote_right]

„Með aukinni þátttöku kylfinga á öllum aldri hefur vægi mótahalds á vegum golfsambandsins aukist jafnt og þétt. Aukinni þátttöku fylgja auknar kröfur og hefur golfhreyfingin sett sér metnaðarfull markmið í mótamálum. Það er orðið tímabært að koma á fót starfi mótastjóra GSÍ. Við erum heppin að fá Andreu til liðs við okkur og mun hún án efa reynast keppendum okkar og samstarfsaðilum vel,“ sagði Haukur Örn Birgisson, forseti golfsambandsins“.

„Ég lít á þetta sem heiður að fá að leiða þessi verkefni sem mér hafa verið falin. Það verður mikið að gera á næstunni og sumarið uppfullt af skemmtilegum og krefjandi verkefnum. Golfið er svo frábær íþrótt fyrir margra hluta sakir og fyrir mér er þetta frábært tækifæri til að fá að starfa allt árið í umhverfi sem ég hef verið tengd í tugi ára. Ég hlakka mikið til að starfa með báðum þessum aðilum og fá enn frekar að leggja mitt af mörkum við að vinna að velferð golfíþróttarinnar,“ sagði Andrea Ásgrímsdóttir. Auk þess að vera PGA golfkennari hefur Andrea framhaldsmenntun í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum og hefur einnig starfað á þeim vettvangi undanfarið þ.e. að markaðs-, kynningar- og viðburðamálum.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ