/

Deildu:

Andrea Bergsdóttir, GKG. mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Andrea Bergsdóttir úr GKG er úr leik á Opna breska áhugamannamótinu fyrir kylfinga 18 ára og yngri. Fyrstu tvo keppnisdagana var leikinn höggleikur og komust 64 efstu áfram í holukeppnina sem tekur við í framhaldinu.

Andrea lék á +17 samtals (79-78) 157 högg en hún hefði þurft að leika á +13 eða betur til að komast í holukeppnina.

Andrea er búsett í Svíþjóð en hefur á undanförnum misserum leikið fyrir stúlknalandslið Íslands og hún verður í A-landsliði kvenna sem keppir á Heimsmeistaramóti áhugakylfinga á Írlandi í lok ágúst.

Mótið er eitt sterkasta áhugamannamót heims í þessum aldursflokki. Mótið á sér langa sögu en fyrst var keppt árið 1919. Margir þekktir kylfingar hafa sigrað á þessu móti. Má þar nefna Georgia Hall frá Englandi sem sigraði nýverið á Opna breska meistaramótinu.

Mótið fer fram á Ardglass vellinum rétt suður af Belfast á Norður-Írlandi.

Skor keppenda er uppfært hér:

 

Andrea Bergsdóttir GKG myndsethgolfis

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ