Auglýsing

Alls eru 9 íslenskir kylfingar á meðal keppenda á Sand Valley Polish Masters mótinu sem fram fer á Sand Valley vellinum í Póllandi. Mótið er hluti af Nordic Golf League atvinnumótaröðinni – sem er í þriðja efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í karlaflokki.

Mótið hófst þann 9. apríl og lokahringurinn fer fram í dag. Mótaröðin hefur reynst íslenskum kylfingum vel á undanförnum árum og opnað dyr inn á Áskorendamótaröðina (Challenge Tour). Fimm efstu á stigalistanum í lok keppnistímabilsins fá keppnisrétt á Challenge Tour og þrír sigrar á þessu tímabili tryggja einnig keppnisrétt á Challenge Tour.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit frá mótinu í Póllandi.

Andri Þór Björnsson, GR, er í 6. sæti á -7 samtals, Axel Bóasson, GK, er í 14. sæti á -5 samtals, Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, er í 21. sæti á -4 samtals, og Bjarki Pétursson er í 30. sæti á -3 samtals.

Hákon Örn Magnússon, GR, Aron Snær Júlíusson, GKG léku á pari vallar á fyrstu tveimur hringjunum og komust ekki í gegnum niðurskurðinn. Daníel Ísak Steinarsson, GK, Ragnar Már Garðarsson, GKG, og Svanberg Addi Stefánsson, GK komust ekki í gegnum niðurskurðinn.

Þetta er í fyrsta sinn sem þessi mótaröð fer fram í Póllandi. Mótið er það fyrsta af alls þremur sem fram fer á þessu svæði næstu daga. Alls eru 152 keppendur og koma þeir frá 11 löndum.

Þann 13. apríl hefst GEBWELL Championship á þessum velli og þar verða leiknar 54 holur. Lokamótið og það þriðja í röðinni hefst mánudaginn 17. apríl en það mót heitir Valley Spring Series Final.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ