Site icon Golfsamband Íslands

Andri, Bjarki og Guðmundur eru úr leik á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar

Fjórði hringurinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina fór fram í dag á Lumine golfsvæðinu við Tarragona. Íslendingarnir þrír sem taka þátt þurftu að leika vel í dag til þess að koma sér í hóp 70 efstu.

Að loknum 4. keppnishringnum var niðurskurður þar sem að 70 efstu fá tvo hringi til viðbótar. Að þeim loknum komast alls 25 efstu inn á Evrópumótaröðina.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR:

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, var í 82.-96. á -1 samtals fyrir fjórða hringinn. Hann var í ágætri aðstöðu til þess að gera atlögu að því að komast í hóp 70 efstu. Byrjunin á fjórða hringnum var kraftmikil þar sem að Guðmundur fékk tvo fugla í röð og var í hópi 70 efstu á ný. Það breyttist snögglega þegar hann tapaði fimm höggum á þriggja holu kafla, 4.-7. Guðmundur lék fyrri 9 holurnar á Lakes vellinum á 38 höggum eða +2. Hann lagaði stöðuna á ný með tveimur fuglum á 11. og 14. en það dugði ekki til og lék hann lokahringinn á einu höggi yfir pari vallar. Guðmundur Ágúst lék hringina fjóra á (72-67-75-71).
Guðmundur Ágúst var einu höggi frá niðurskurðarlínunni fyrir fjórða keppnisdaginn og hann var í 22.-40. sæti eftir 2. keppnisdaginn. Hann lauk keppni í sæti 95.


Bjarki Pétursson, GKB:

Bjarki lék lokahringinn á +1 en hann fékk alls fimm fugla en tapaði mörgum höggum í sóknarleik sínum þar sem hann reyndi að komast í gegnum niðurskurðinn. Það gekk ekki nógu vel hjá Bjarka að nýta öll færin sem hann fékk með góðum leik sínum frá teig og að flöt.

Bjarki endaði í sætum 120.-125 en hann var í sæti nr. 121.-132. eftir þriðja hringinn og hann var nr. 40.-52. eftir 2. keppnisdag. Hann bætti sig um 7 högg á öðrum keppnisdegi en á þriðja keppnisdeginum lék hann á 77 höggum sem er 11 höggum meira en skorið hans á öðrum keppnisdegi, 67 högg. Parið á Hills vellinum er 72 en 71 á Lakes vellinum. Bjarki lék fjórða hringinn á Lakes vellinum þar sem hann hafði leikið sinn besta hring í mótinu á þeim velli á öðrum keppnisdegi.

<strong>Bjarki Pétursson á Hills vellinum á þriðja keppnisdegi Myndsethgolfis <strong>


Andri Þór Björnsson, GR:

Andri Þór Björnsson þurfti líka og aðrir íslenskir keppendur að sækja á fjórða keppnisdeginu. Andri Þór var í sæti nr. 121-132 fyrir fjórða hringinn á +2 samtals. Hann lék fjórða hringinn á Hills vellinum og erfið byrjun setti Andra Þór í þá stöðu að hann átti lítinn möguleika á að komast í hóp 70 efstu. Hann lék lokahringinn á 77 höggum eða +5 og samtals var hann á +7 höggum og endaði í sætum nr. 138-144.

<strong>Andri Þór Björnsson Myndsethgolfis<strong>

Viðtal við Bjarka eftir 3. keppnisdag.

Myndasyrpa frá 3. keppnisdeginum á Hills-vellinum.

Viðtal við Guðmund Ágúst eftir 2. hringinn er hér fyrir neðan.

Viðtal við Bjarka eftir 2. hringinn er hér fyrir neðan.

Rástímar fyrir 4. keppnisdag liggja einnig fyrir:

Guðmundur Ágúst fer út af 1. teig á Lakes 9:45 að íslenskum tíma.
Bjarki Pétursson fer út af 10. teig á Lakes 09:10 að íslenskum tíma.
Andri Þór fer út af 10. teig á Hills kl. 9:25 að íslenskum tíma.

Hér fyrir neðan verða upplýsingar frá gangi mála á lokaúrtökumótinu birtar á Twittersíðu GSÍ.

Staðan er uppfærð hér:

Staðan hjá Andra Þór og viðtal fyrir neðan:

Staðan hjá Guðmundi Ágústi og viðtal fyrir neðan:

Staðan hjá Bjarka og viðtal fyrir neðan:

Allir rástímarnir eru hér.

Exit mobile version