Auglýsing

Rúnar Arnórsson, Andri Þór Björnsson og Bjarki Pétursson náðu allir að tryggja sér sæti á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í dag.

Fyrsta stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í karlaflokki fer fram á nokkrum keppnisvöllum í Evrópu á næstu vikum. Alls eru þrjú stig á úrtökumótunum fyrir Evrópumótaröðina.

Alls kepptu sex íslenskir keppendur á Fleesensee í Þýskalandi og komust þrír þeirra áfram eins og áður segir. Rúnar, Andri Þór og Bjarki léku allir á -7 samtals sem skilaði þeim í sæti 12.-22. Alls komust 22 keppendur áfram af Fleesensee vellinum. Þetta er í fyrsta sinn sem Rúnar og Bjarki reyna fyrir sér á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina en í þriðja sinn hjá Andra Þór.

Alls taka 10 íslenskir keppendur þátt á 1. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina á þessu hausti og er það met.

Eftirtaldir kylfingar léku á 1. stigi úrtökumótsins dagana 10.-13. september. Axel Bóasson, GK, Rúnar Arnórsson, GK (áhugakylfingur), Bjarki Pétursson, GKB (áhugakylfingur), Aron Snær Júlíusson, GKG (áhugakylfingur), Ragnar Már Garðarsson, GKG (áhugakylfingur) og Andri Þór Björnsson, GR léku allir á Fleesensee vellinum í Þýskalandi.
Á Arlandastad í Svíþjóð lék Aron Bergsson, GKG, en hann er búsettur í Svíþjóð.

Um 800 keppendur eru skráðir til leiks á 1. stig úrtökumótsins og komast um 20% þeirra áfram á 2. stigið. Gera má ráð fyrir að 16 efstu sætin á Fleesense vellinum þar sem að sex kylfingar frá Íslandi taka þátt.

Næstu mót á 1. stigi úrtökumótsins eru:

Sept: 17.-20.
Stoke, England: Dagbjartur Sigurbrandsson, GR (áhugakylfingur).
Ebreichsdorf, Austurríki: Haraldur Franklín Magnús, GR.

Okt: 1.-4.
Frilford Heath, England
Bogogno, Ítalía

Okt: 9.-12.
Golf d’Hardelot, Frakkland: Ólafur Björn Loftsson, GKG.
Born Successo, Portúgal.

Á Fleesense vellinum í Þýskalandi eru sex íslenskir keppendur og einn á Arlandastad í Svíþjóð.

Skorið á Fleesense er uppfært hér:

Skorið á Arlandastad er uppfært hér:

Fjórða keppnisdegi er lokið og lokastaðan var þessi.

12.-22. sæti: Rúnar Arnórsson, GK (73-65-71-72) 281 högg (-7)

12.-22. sæti: Bjarki Pétursson, GKB (72-69-70-70) 281 högg (-7)

12.-22. sæti: Andri Þór Björnsson, GR (72-72-68-69) 281 högg (-7)

37. sæti: Axel Bóassson, GK (70-74-67-75) 286 högg (-2)

39. sæti: Ragnar M. Garðarsson, GKG (76-68-71-73) 288 högg (par)

47.-49. sæti: Aron Snær Júlíusson, GKG (73-72-73) 218 högg (+2). Aron Snær er úr leik en hann var einu höggi frá því að komast inn á lokahringinn á þessu úrtökumóti.

Aron Bergsson, GKG, keppir í Svíþjóð og endaði hann í sæti nr. 37.-40: (70-75-73) 218 högg (+8). Aron er úr leik og kemst ekki áfram á 2. stigið.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ