Birgir Leifur og Axel.
Auglýsing

GR-ingarnir Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru úr leik á 1. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Andri og Guðmundur kepptu á Frilford Heath vellinum á Englandi.

Andri Þór lék samtals á +6 eða 294 höggum (72-75-74-73) og endaði hann í 51.-58. sæti en 20 efstu komust áfram á 2. stigið.

Guðmundur Ágúst komst ekki í gegnum niðurskurðinn að loknum þriðja keppnisdeginum. Guðmundur lék hringina þrjá á +15 samtals eða 231 höggi (72-79-80).

Þetta er í annað sinn sem þeir reyna fyrir sér á úrtökumótinu og þeir komust báðir í gegnum 1. stigið í fyrra.

Skor keppenda er uppfært hér: 

Um 700 keppendur taka þátt á 1. stigi úrtökumótsins en keppt er á 8 völlum í haust og komast um 25% af keppendum á hverju velli fyrir sig áfram á 2. stigið.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ