/

Deildu:

Auglýsing

Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, sem eru báðir í GR, komust í 32-manna úrslit á SM Match holukeppnismótinu sem fram fer á Österåkers vellinum í Svíþjóð. Alls tóku 64 keppendur þátt í karlaflokki og 32 í kvennaflokki.

Mótið er hluti af Nordic Tour mótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.

Guðmundur Ágúst lagði Adam Andersson frá Svíþjóð 1/0 í 1. umferð en tapaði 4/3 gegn Daniel Jennevel frá Svíþjóð í 2. umferð eða 32-manna úrslitum.

Andri Þór vann Gustav Adel 5/4 í 1. umferð en tapaði 3/2 gegn Niklas Lindström í 2. umferð eða 32-manna úrslitum. Báðir mótherjar Andra Þórs voru Svíar.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ