Site icon Golfsamband Íslands

Andri Þór og Haraldur Franklín bjóða upp á góð ráð og leiðbeiningar

Atvinnukylfingarnir Haraldur Franklín og Andri Þór Björnsson ætla að bjóða upp á áhugavert námskeið fyrir kylfinga sem vilja bæta sig í golfíþróttinni.

„Markmiðið hjá okkur er að reyna að hugsa aðeins út fyrir kassann, og leiðbeina kylfingum hvernig á að æfa sig,“ segir Haraldur Franklín við golf.is.

Hvert námskeið er tvískipt. Fyrri hlutinn fer fram á púttflötinni við Korpúlfsstaðavöll. Síðari hlutinn fer síðan fram í Básum við Grafarholt.“

„Við höfum sett upp áætlun að vera með alls 6 námskeið. Vonandi verða þau fleiri. Það komast aðeins 8 kylfinga á hvert námskeið og við erum alltaf tveir að leiðbeina.

„Margt af því sem við leiðbeinum með er hefðbundið. Tækni í sveiflu, vippum og púttum. Við leggjum meiri áherslu á að kenna kylfingum að æfa sig. Nýta æfingatímann eins vel og hægt er. Okkur finnst of margir vera að slá 50-100 bolta á æfingasvæðinu nánast út í bláinn – án þess að vera með markmið með þeim höggum. Það sama gildir um stutta spilið.“

„Það eru allir velkomnir, óháð forgjöf. Námskeiðið mun vonandi reyna smá á taugarna hjá kylfingunum. Markmiðið er að koma til skila góðum ráðum fyrir þá sem vilja bæta sig í golfinu. Það eru ýmis markmið sem kylfingar eru að vinna með, lækka forgjöfina, eða spila undir einhverju ákveðnu skori. Við ætlum að aðstoða þá við að ná markmiðum sínum.“

Smelltu hér eða á myndirnar hér fyrir neðan fyrir nánari upplýsingar um námskeiðin hjá Andra Þór og Haraldi Franklín.

Þú getur einnig sent póst á þá Andra og Harald í gegnum netfangið.

gamanigolfi@gmail.com

Exit mobile version