Egils-Gullmótið 2016 Eimskipsmótaröðin.
Andri Þór Björnsson púttar á átjándu holu Strandarvallar.
Auglýsing

Andri Þór Björnsson, GR, heldur forystunni eftir annan keppnisdag á Egils-Gullmótsinu á Eimskipsmótaröðinni sem fram fer á Strandarvelli á Hellu um helgina. Andri Þór lék hringinn í dag á 71 höggi, einu höggi yfir pari, og er samtals á þremur höggum undir pari eftir tvo hringi.

Vindurinn gerði kylfingum nokkuð erfitt fyrir á Strandarvelli í dag, þannig að skor dagsins var ívið hærra en á fyrsta hring. Arnór Snær Guðmundsson, GHD, lék best allra í dag, fór hringinn á 68 höggum, tveimur höggum undir pari. Hann lyfti sér þar með upp í annað sætið og er á tveimur höggum undir pari, einu höggi á eftir Andra Þór.

Með þeim í síðasta ráshóp á morgun verður Ragnar Már Garðarsson, GKG, sem var á góðu skriði í dag, á tveimur höggum undir pari eftir fimmtándu holu. Hann fékk hins vegar skramba og skolla á sextándu og sautjándu, en paraði átjándu holuna og lék á 73 höggum í dag, er samtals á einu höggi yfir pari eftir hringina tvo.

Stutt er í næstu kylfinga þar fyrir aftan en Andri Már Óskarsson, GHR, Kristján Þór Einarsson, GM, og Henning Darri Þórðarson, GK, eru allir á tveimur höggum yfir pari eftir tvo hringi. Henning lék vel í dag og fór hringinn á 69 höggum, einu höggi undir pari.

Í kvennaflokki átti Karen Guðnadóttir, GS, besta hring dagsins. Hún lék annan daginn í röð á 75 höggum og tók þar með forystuna, er á tíu höggum yfir pari. Tveimur höggum á eftir henni eru Ingunn Einarsdóttir, GKG, Þórdís Geirsdóttir, GK, og Berglind Björnsdóttir, GR.

Karen Guðnadóttir hefur forystu í kvennaflokki fyrir lokahringinn.
Karen Guðnadóttir hefur forystu í kvennaflokki fyrir lokahringinn

Hér að neðan eru svipmyndir frá Strandarvelli í dag.

andri_mar_2oskarsson2016gk
Andri Már Óskarsson er á heimavelli á Strandarvelli
arnor_snaer_gudmundsson2016gk
Arnór Snær Guðmundsson átti besta hring dagsins
aron_snaer_juliusson2016gk
Aron Snær Júlíusson á átjánda teig
daniel_isak_steinarsson2016gk
Daníel Ísak Steinarsson fimmtán ára úr Golfklúbbnum Keili hafði forystuna að loknum fyrsta hring
henning_darri_thordarson2016gk
Henning Darri Þórðarson gefur boltanum skipanir eftir upphafshögg á átjándu
kristjan_thor_einarsson2016gk
Kristján Þór Einarsson
ragnar_mar2gardarsson2016gk
Ragnar Már Garðarsson undirbýr pútt á átjándu
sigmundur_einar_masson2016gk
Sigmundur Einar Másson vippar inn á átjándu flöt

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ