Auglýsing

Golfsumarið 2019 var kynnt með formlegum hætti í gær.

Hjá Golfklúbbi Kópavogs – og Garðabæjar fór fram PRO-AM boðsmót þar sem að afrekskylfingar tóku þátt ásamt fulltrúum frá ýmsum fyrirtækjum og samstarfsaðilum GSÍ.

Mótið tókst vel á Leirdalsvelli en völlurinn kemur vel undan vetri líkt og aðrir golfvellir landsins.

Keppnisfyrirkomulagið hvatti leikmenn til sóknargolfs og margir fuglar og ernir lágu í valnum eftir daginn.

Kynningarfundur með fjölmiðlum fór einnig fram í gær þar sem að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem er í stjórn GSÍ og Ólafur Björn Loftsson aðstoðar afreksstjóri GSÍ fóru yfir það sem helst verður á baugi hjá GSÍ á golfsumrinu 2019.

Anna Sólveig Snorradóttir, GK og Ragnar Már Garðarsson, GKG, sigruðu í keppni afrekskylfinga í þessu móti.

Anna Sólveig og Ragnar Már með verðlaunin.
Sigursveitin, Origo/Ölgerðin: Jón Kristinn Jensson ,
Hrannar Már Hallkelsson og Viktor Ingi Einarsson.
Bergsveinn Guðmundsson er ekki á myndinni.
Sveit TM varð í þriðja sæti . Liðið var þannig skipað: Þórir Bragason, Alfreð Lilliendahl, Ólafur Björn Loftsson og Sigurður Viðarsson.

Sveit Íslandsbanka varð í öðru sæti: Liðið var þannig skipað: Haraldur Fannar Pétursson, Þórhallur Sverrisson, Ingvar Andri Magnússon og Davíð Þór Jónsson.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ