Það er okkur sönn ánægja að tilkynna félagsmönnum GR áframhaldi samstarf við Golfklúbbinn Leyni á komandi sumri. Samstarf Golfklúbbs Reykjavíkur og Golfklúbbsins Leynis hófst upphaflega árið 2004 og er mikil ánægja af því að tilkynna um samstarf klúbbanna tólfta árið í röð. Samstarf félaganna hefur gengið gríðarlega vel á þeim árum sem þeir hafa unnið saman. Óhætt er að segja að Garðavöllur á Akranesi sé sá völlur sem félagsmenn GR heimsækja hvað mest yfir sumartímann.
Að venju gilda áfram sömu reglur eins og undanfarin ár þegar félagar í GR heimasækja vini okkar á Akranesi. Félagsmenn Golfklúbbs Reykjavíkur greiða kr. 1600 í vallargjald í hvert sinn er þeir leika Garðavöll og skiptir ekki máli hvort leiknar séu 9 eða 18 holur. Áður en leikur hefst skal framvísa félagsskírteini og greiða vallargjald í afgreiðslu. Samkomulagið gildir ekki ef félagsmenn leika með hópum, sem gert hafa sérstaka samninga um afslætti af vallargjöldum, eins og t.d fyrirtækjamót.
Eins og undanfarin ár verður útbúinn bókunarlinkur á síðu GR á www.golf.is undir rástímar – vellir.
Með þessari frétt hefur Golfklúbbur Reykjavíkur tilkynnt tvo vinavelli fyrir komandi sumar. Vinavöllur númar þrjú í röðinni verður kynntur á föstudaginn kemur.
Golfklúbbur Reykjavíkur