/

Deildu:

Auglýsing

„Ég er þakklát fyrir að fá tækifæri til að koma til Íslands og upplifa þetta frábæra land með fjölskyldu minni og vinum,“ sagði Annika Sörenstam á fundi með fréttamönnum í íþróttamiðstöð Golfklúbbs Mosfellsbæjar þann 10. júní s.l.

Heimsókn Anniku til Íslands er einn stærsti viðburður síðari tíma í íslensku íþróttalífi. Sænski kylfingurinn er einn sigursælasti kylfingur allra tíma. Tölfræðin segir allt sem segja þarf, 10 risatitlar, 89 sigrar á atvinnumótum og þar af 72 sigrar á LPGA mótaröðinni.

Annika heimsótti í dag Golfklúbb Mosfellsbæjar þar sem hún afhenti verðlaun í kvennaflokki á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni. Hún var í aðalhlutverki á Stelpugolfdeginum sem fram fór hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar – en þangað mættu mörg hundruð gestir. Lokasýning hennar í Íslandsheimsókninni verður hjá Nesklúbbnum þar sem hún verður með sýnikennslu mánudaginn 11. júní kl. 11:30.

Nánar verður fjallað um alla þessa viðburði í næstu tbl. Golf á Íslandi sem Golfsamband Íslands gefur út.

Annika Sörenstam í GKG
Annika Sörenstam í GKG
Annika Sörenstam í GKG


Frá fréttamannafundinum í Kletti, íþróttamiðstöð GM í Mosfellsbæ.

Frá fréttamannafundinum í Kletti, íþróttamiðstöð GM í Mosfellsbæ.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ