Auglýsing

Fyrsta mót tímabilsins á stigamótaröð GSÍ í unglingaflokki 14 ára og yngri fór fram á Bakkakotsvelli dagana 27.-28. maí. Golfklúbbur Mosfellsbæjar var framkvæmdaraðili mótsins.

Arnar Daði Svavarsson og Eva Fanney Matthíasardóttir, bæði úr GKG, stóðu uppi sem sigurvegarar.

Arnar Daði lék á 12 höggum undir pari samtals sem er frábær árangur en hann lék fyrri 18 holurnar á 63 höggum og á 65 höggum á síðari 18 holunum. Eva Fanney lék einnig á góðu skori en hún var á 76 og 73 höggum.

Björn Breki Halldórsson, GKG, varð annar á +4 samtals og Hjalti Kristján Hjaltason, GM, varð þriðji á +5 samtals. Sara María Guðmundsdóttir, GM, varð önnnur á +21 samtals og Embla Hrönn Hallsdóttir, GKG, varð þriðja á +25 samtals.

14 ára og yngri:

1. Arnar Daði Svavarsson, GKG, 128 högg (63-65) (-12).
2. Björn Breki Halldórsson, GKG, 144 högg (75-69) (+4).
3. Hjalti Kristján Hjaltason, GM, 145 högg (77-68) (+5).
4. Máni Freyr Vigfússon, GK, 148 högg (74-74) (+8).
5. Óliver Elí Björnsson, GK, 153 högg (82-71) (+13).
6. Stefán Jökull Bragason, GKG, 155 högg (81-74) (+15).
7. Arnar Heimir Gestsson, GKG 157 högg (83-74) (+17).
8. Benjamín Snær Valgarðsson, GKG, 158 högg (76-82) (+18).
9.-10. Valdimar Jaki Jensson, GKG, 162 högg (83-79) (+22).
9.-10. Sebastian Blær Ómarsson, GR, 162 högg (83-79) (+22).

Frá vinstri Andri Ágústsson frá GM Arnar Daði Svavarsson Björn Breki Halldórsson og Hjalti Kristján Hjaltason MyndGM
Frá vinstri Andri Ágústsson frá GM Sara Guðmundsdóttir Eva Fanney Matthíasardóttir og Embla Hrönn Hallsdóttir MyndGM

1. Eva Fanney Matthíasdóttir, GKG, 149 högg (76-73) (+9).
2. Sara María Guðmundsdóttir, GM, 161 högg (83-78) (+21).
3. Embla Hrönn Hallsdóttir, GKG, 165 högg (84-81) (+25).
4. Bryndís Eva Ágústsdóttir, GA, 169 högg (94-75)(+29).
5. Lilja Maren Jónsdóttir, GA, 172 högg (92-80) (+32).
6.-7. Elva María Jónsdóttir, GK, 178 högg (90-88) (+38).
6.-7. Erna Steina Eysteinsdóttir, GR, 178 högg (84-94) (+38).
8.-9. Margrét Jóna Eysteinsdóttir, GR, 183 högg (92-91) (+43).
8.-9. Katla María Sigurbjörnsdóttir, GR, 183 högg (89-94) (+43).
10. María Högnadóttir, GSE, 186 högg (97-89) (+46).

Eins og áður segir var skorið hjá Arnari Daða frábært. Á 36 holum fékk hann alls 17 fugla (+1) og 1 örn (-2). Hann fékk alls 13 pör og 6 skolla (+1).

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ