Arnold Palmer. Mynd/Golfsupport.nl
Auglýsing

Arnold Palmer, einn allra þekktasti og áhrifaríkasti kylfingur allra tíma, er látinn. Bandaríkjamaðurinn var 87 ára gamall en hann hafði glímt við hjartasjúkdóm. Palmer var einn sigursælasti kylfingur allra tíma en hann sigraði á yfir 90 atvinnumótum og þar af á sjö risamótum.

Palmer var einn merkasti sendiherra golfíþróttarinnar. Áhugi almennings á golfíþróttinni jókst mikið þegar hann kom fram á sjónarsviðið sem atvinnukylfingur árið 1955. Áhrifa Palmers gætir víða og margir af þekktustu atvinnukylfingum síðari tíma hafa sent Palmerfjölskyldunni samúðarkveðju.

Þar á meðal Jack Nicklaus sem var helsti keppinautur Palmers á árum áður.

„Arnold breytti golfíþróttinni, hann var miklu meira en frábær kylfingur. Hann var kyndilberi, goðsögn og frumherji golfsins. Hann lyfti golfíþróttinni á hærri stall án aðstoðar. Hann varð til þess að golfíþróttin fékk milljónir af nýju aðdáendum. Hann var kóngurinn í golfinu og þannig verður það ávallt,“ skrifar Nicklaus m.a. í fésbókarfærslu en Nicklaus og Palmer voru perluvinir.

Palmer sigraði á sínu fyrsta atvinnumóti árið 1955 en hann sigraði á sjö risamótum á ferlinum. Hann var sigursæll á Mastersmótinu á Augusta þar sem hann sigraði fjórum sinnum. PGA meistaramótið var eina risamótið sem hann náði ekki að vinna.

Mastermótið: 1958, 1960, 1962, 1964.
Opna bandaríska meistaramótið: 1960.
Opna breska meistaramótið: 1961, 1962.

Palmer lék sex sinnum með bandaríska Ryderliðinu, 1961, 1963, 1965, 1967, 1971, og 1973. Árið 1963 var hann bæði leikmaður og fyrirliði en það var í síðasta sinn sem sá háttur var hafður á. Hann var fyrirliði árið 1975. Á 19 ára tímabili (1955-1973) sigraði Palmer á 62 atvinnumótum á PGA mótaröðinni og er hann fimmti sigursælasti kylfingur allra tíma á PGA mótaröðinni.

Jack Nicklaus, Arnold Palmer og Gary Player. Mynd/Golfsupport.nl
Jack Nicklaus Arnold Palmer og Gary Player MyndGolfsupportnl

 

Arnold Palmer. Mynd/Golfsupport.nl
Arnold Palmer MyndGolfsupportnl

 

Arnold Palmer ræðir hér við Tiger Woods. Mynd/Golfsupport.nl
Arnold Palmer ræðir hér við Tiger Woods MyndGolfsupportnl

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ