/

Deildu:

Auglýsing

Keppni er lokið á opna spænska unglingameistaramótinu sem fram fór á Bonmont vellinum við Barcelona. Alls tóku sex íslenskir keppendur á þessu móti en keppendur voru alls 130 frá 16 þjóðum.

Arnór Snær Guðmundsson frá Golfklúbbnum Hamri á Dalvík endaði í 12.-13. sæti en hann lék hringina þrjá á pari samtals (71-72-73). Sigurvegarinn var Kristoffer Reitan frá Noregi en hann lék á -10 samtals.

Lokastaðan

Stefán Þór Bogason, klúbbmeistari GR frá því í sumar, endaði í 20.-27. sæti en hann lék síðasta hringinn á -3 (75-76-68) og var samtals á +3. Henning Darri Þórðarson úr GK endaði í 45.48. sæti en hann lék samtals á +11 (76-76-75).

Björn Óskar Guðjónsson úr Kili Mosfellsbæ endaði í 54.-60. sæti á +15 (79-78-74),

Helga Kristín Einarsdóttir (NK), Íslandsmeistari í höggleik í flokki 17-18 ára endaði í 21. sæti á +22 samtals (83-74-82). Hafdís Alda Jóhannsdóttir úr GK lék á (88-86-82)  höggum og endaði í 30. sæti á +40.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ