Aron Emil Gunnarsson, Golfklúbbi Selfoss, stóð uppi sem sigurvegari á WAGR-mótinu, sem fram fór á Hvaleyrarvelli dagana 24.-26. september. Golfklúbburinn Keilir var framkvæmdaraðili mótsins í samvinnu við Prósjoppuna.
Aron Emil lék hringina þrjá á 228 höggum Heiðar Snær Bjarnason (GOS) og Björn Viktor Viktorsson (GL) deildu öðru sætinu á 237 höggum.
Mótið taldi til stiga á heimslista áhugakylfinga.
