GSÍ fjölskyldan
Auglýsing

Fjórir íslenskir kylfingar taka þátt á GolfStar Winter Series sem fram fer á Spáni. Mótið er hluti af Nordic League atvinnumótaröðinni.

Mótaröðin hefur reynst íslenskum kylfingum vel á undanförnum árum og opnað dyr inn á Áskorendamótaröðina (Challenge Tour).

Íslensku keppendurnir eru Aron Snær Júlíusson (GKG), Axel Bóasson (GK), Ragnar Már Garðarsson (GKG) og Sigurður Arnar Garðarsson (GKG).

Mótið er það fjórða í röðinni á GolfStar Winter Series – sem markar upphaf keppnistímabilsins á þessari atvinnumótaröð sem er í þriðja efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.

Staðan er hér:

Aron Snær og Axel náðu báðir að komast í gegnum niðurskurðinn eftir 36 holur. Aron Snær er í 13. sæti fyrir lokahringinn á -5 samtals. Axel er á -1 samtals í 38. sæti

Bræðurnir Sigurður Arnar og Ragnar Már Garðarssynir náðu ekki að komast í gegnum niðurskurðinn.

Deildu:

Auglýsing
Svipmyndir frá æfingaferð íslenska landsliðshópsins á La Finca í janúar 🇪🇸 lafincaresort
Undirbúningur hjá Guðrúnu Brá áður en hún hélt af stað til Suður Afríku að keppa á Sunshine mótaröðinni í golfi 🇿🇦Endilega fylgist með henni næstu vikur 📸
Skráning er hafin á Golfhátíð á Akranesi ⛳️ frábær skemmtun fyrir 11-14 ára af öllu getustigi 🙏🏻 nánari upplýsingar og skráning á golf.is
Frábær vika að baki hjá íslenska landsliðshópnum á La Finca Golf ⛳️Thank you for having us lafincaresort lafinca_sports

📸 kristinmariaa
Auglýsing