Fjórir íslenskir kylfingar taka þátt á GolfStar Winter Series sem fram fer á Spáni. Mótið er hluti af Nordic League atvinnumótaröðinni.
Mótaröðin hefur reynst íslenskum kylfingum vel á undanförnum árum og opnað dyr inn á Áskorendamótaröðina (Challenge Tour).
Íslensku keppendurnir eru Aron Snær Júlíusson (GKG), Axel Bóasson (GK), Ragnar Már Garðarsson (GKG) og Sigurður Arnar Garðarsson (GKG).
Mótið er það fjórða í röðinni á GolfStar Winter Series – sem markar upphaf keppnistímabilsins á þessari atvinnumótaröð sem er í þriðja efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.
Aron Snær og Axel náðu báðir að komast í gegnum niðurskurðinn eftir 36 holur. Aron Snær er í 13. sæti fyrir lokahringinn á -5 samtals. Axel er á -1 samtals í 38. sæti
Bræðurnir Sigurður Arnar og Ragnar Már Garðarssynir náðu ekki að komast í gegnum niðurskurðinn.



